Stratus skýjaþjónustur

09.01.17

Opin Kerfi býður upp á skýjaþjónustuna Stratus. Um er að ræða öflugt sýndarvélaumhverfi þar sem viðskiptavinur getur leigt sér sýndarvélar til að nota í ytri hlutverk (public) eða tengja við eigið umhverfi (private).

Viðskiptavinur leigir vél sem hentar því hlutverki sem henni er að ætlað að þjóna. Allt frá vél með einum örgjörva með 1 GB í minni sem hentar vel mörgum Linux vélum upp í stórar vélar með 8 örgjörva. Gögn viðskiptavina er sjálgefið geymt í 3PAR gagnageymslu, en í boði eru aðrar gagnageymslur  sem henta fyrir geymslu á „dauðum“ gögnum.

Sýndarvél fær sjálfgefið aðgang að internet á deildu ytra neti (public), en viðskiptavinir geta fengið viðbótarþjónustu þar sem vélin liggur bakvið eldvegg sem er samnýttur með öðrum viðskiptavinum eða fengið eigin (dedicated) eldvegg sem viðskiptavinur hefur fulla stjórn á. Auðvelt er að tengja sýndarvélar viðskiptavina við innra umhverfi þeirra með VPN eða í gegnum innanlands gagnatengingar (Síminn, Vodafone, Símafélagið).

Sjálfgefið fá sýndarvélar aðgengi að eftirfarandi public deildu neti. Þar fær vélin aðgang að einni ip tölu ásamt allt að 30 GB af bandvídd. Sé vélin sett á innra net eða sér public net þá fylgir hvorki bandvíddin né ip talan með.

Innifalin þjónusta

  • Aðgengi að sýndarvél.
  • Sjálfafgreiðslu viðmót.
  • Hægt er að stofna, breyta og eyða sýndarvélum.
  • Hægt að keyra upp og keyra niður sýndarvélar.
  • Internetsamband með allt að 10 GB bandvídd (upphal eða niðurhal). Greitt er fyrir auka notkun.
  • Lögleg ip tala