500 hestöfl og vottuð upp fyrir eyru! - ásamt öllu því nýjasta í fyrirtækjalínu HP

Flokkur: OK Veitan

Opin kerfi bauð til morgunverðarfundar þar sem við fengum til okkar þá Henrik Johansson, Product Manager HP Commercial Mobility og Anders Mørk Jakobsen, Sales and Technical Specialist Workstations and Thin Clients frá HP Danmörku.

Við sýndum og kynntum nýjungar í HP Elite fyrirtækjalínunni sem í gegnum tíðina hafa verið traustur valkostur fyrir fyrirtækjaumhverfið. Meðal annars kynntum við EliteBook Folio eina þynnstu og léttustu fyrirtækjafartölvuna á markaðinum í dag ásamt breiðu úrvali far- og borðtölva í Elite fjölskyldunni. Við fengum til okkar Henrik Johansson sem fór yfir hvert HP stefnir hvað varðar BYOD og breytingar í upplýsingatækniumhverfinu.

HP hefur um langt árabil verið fremstir í flokki í framleiðslu á vinnustöðvum fyrir grafískar og þyngri vinnslur. Vélar eins og XW6600, XW9400 hafa verið í notkun arkitekta, hönnuða og annarra sem gera miklar kröfur til vélbúnaðar frá árinu 2005. Nú hefur HP kynnt til sögunnar öflugustu Workstation vélar sem komið hafa á markað til þessa Z240, Z440, Z640, Z840 ásamt kraftmestu Workstation fartölvum sem sést hafa. Anders Mørk Jakobsen leiddi okkur í allan sannleika um aflið sem býr í HP Z línunni