Aruba - ný kynslóð netlausna - II

Flokkur: OK Veitan

Opin kerfi stóð fyrir morgunverðarfundi þann 29. september 2016 þar sem viðfangsefnið var Aruba – ný kynslóð netlausna.

• Aruba er einn vinsælasti netlausnaframleiðandi í heiminum.
• Aruba netlausnir geta verið sérstaklega hannaðar að þörfum hvers fyrirtækis og aðlaga sig breyttum tímum.
• Búnaðurinn er mjög auðveldur í uppsetningu og getur sparað tæknimönnum mikla vinnu.
• Hverjar eru væntingar starfsmanna til netkerfis og hvernig uppfyllir Aruba þær?
• Skýjaþjónusta sem stjórnar öllum þínum búnaði.
• Dæmisögur um hvernig Aruba aðstoðaði fyrirtæki að hagræða sínum rekstri.

Við fengum til okkar tvo helstu sérfræðinga Aruba þá Anders Andersen og Dennis Ladefoged. Dennis hefur unnið við uppsetningu og hönnun á netkerfum í um 16 ár. Hann þekkir vel til flestra framleiðanda og lausna sem spanna allt frá smærri kerfum upp í stór flókin netkerfi. Hann hefur einnig einbeitt sér að sveigjanlegum fjarvinnulausnum og þráðlausum samskiptum síðan 2004 og hefur brennandi áhuga á hönnun þráðlausra kerfa og innleiðingu þeirra.
Anders býr yfir 20 ára reynslu í upplýsingatæknigeiranum er með B.s gráðu í Microprocessor tækni og starfar sem sérfræðingur, með áherslu á Channels Sales & Direct sales sérstaklega á Norðurlöndum, í Bretlandi og Þýskalandi.

Fundurinn var sérstaklega ætlaður upplýsingatæknistjórum og sérfræðingum sem hafa áhuga á næstu kynslóð þráðlausra og tengdra netkerfa. Stjórnendum og notendum sem hafa áhuga á því hvernig þeir geta nýtt sér nýjustu tækni þegar kemur að netkerfum m.a. til að auka yfirsýn og framleiðni. Upplýsingatæknistjórum og sérfræðingum sem vilja heyra meira um nýja kynslóð þráðlausra netkerfa og áhersluna á sveigjanleika í starfi og rekstri.