Cisco Meraki

Flokkur: OK Veitan

Opin kerfi bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 10. mars. Þar var fjallað um hvernig mögulegt væri að nýta upplýsingatæknina til þess að fylgjast með og hafa áhrif á neytendahegðun, meðal annars út frá staðsetningu snjalltækja, hvernig þau ferðast, hvað þau gera og hve lengi þau dvelja á netinu þínu.
Við fengum til okkar Robert Persson, Sr. Account Excutive í Cloud Networking group, Cisco Nordic, sem fór yfir mikilvægi greiningar tölfræðilegra upplýsinga úr upplýsingatækniumhverfinu.

Stefán Örn Stefánsson sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Kynnisferða og Einar Bárðarson rekstrarstjóri Ferðaskrifstofu Kynnisferða fóru síðan yfir hvernig fyrirtækið nýtir tæknina í framþróun á sínum rekstri.