Fréttir af Microsoft Ignite 2016

Flokkur: OK Veitan

Microsoft Ignite ráðstefnan var haldin í Atlanta, dagana 26 – 30. september 2106. Þetta er annað árið sem Microsoft heldur sína stærstu tækniráðstefnu þar sem allar tækniráðstefnur Microsoft hafa verið sameinaðar í eina. Á Ignite komu saman helstu sérfræðingar í forritun, UT rekstri, skýjaþjónustu og stafrænni umbyltingu og deildu þekkingu sinni.
Opin kerfi í samvinnu við Spektra bauð til morgunverðarfundar þar sem fulltrúar fyrirtækjanna tóku saman helstu fréttir og nýjungar sem komu fram á Microsoft Ignite 2016.