Gögnin á sveimi undir þinni stjórn

Flokkur: OK Veitan

Fleiri og fleiri fyrirtæki eru að færa sig í skýið alveg eða að hluta til. Skýjalausnir eru oft algengustu lausnirnar fyrir fyrirtæki sem eru að huga að breytingu á skipulagi upplýsingatækniumhverfisins. Hefur þú skoðað hvort það henti þínum rekstri?

Opin Kerfi bauð til spennandi morgunverðarfundar þriðjudaginn 9. maí 2017 þar sem við fengum til okkar Dominique Côté sjálfstætt starfandi ráðgjafa í upplýsingatækni sem hefur undanfarin 20 ár aðstoðað fyrirtæki við að þróa tölvuumhverfi. Dominique fjallaði um Hyper Converged lausnir frá Fujitsu og Hybrid Cloud lausnir frá Microsoft. Jonas Räntilä, lausnaráðgjafi hjá Fujitsu, kynnti fyrir okkur helstu nýjungar í miðlægum búnaði frá Fujitsu.