Hver á hvað og hvað má ég?

Flokkur: OK Veitan

Í kjölfar sívaxandi vinsælda skýjaþjónusta eins og Office 365, Google og Dropbox hefur umræðan um þörfina á auknu öryggi og um hvernig varðveislu gagna í skýinu sé háttað, farið hátt undanfarin misseri.

Opin kerfi blés til morgunverðarfundar um upplýsingaöryggi miðvikudaginn 6. apríl. Þar fengum við til okkar Ölmu Tryggvadóttur skrifstofustjóra upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd til að fjalla um hvar ábyrgð á vinnslu, varðveislu og öryggi gagna í skýinu liggur.

Fundurinn var miðaður að stjórnendum sem og tæknimönnum þeirra viðskiptavina sem eru í rekstrarþjónustu eða alrekstri hjá Opnum kerfum. Fjallað var um upplýsingaöryggi og eignarhald á gögnum sem verða til í daglegri starfsemi fyrirtækja.