Netöryggi fyrir nútímafyrirtæki

Flokkur: OK Veitan

Opin kerfi bauð til morgunverðarfundar þann 27. nóvember þar sem gestafyrirlesari var Andre Lambertsen, Consulting Systems Engineer frá Cisco. Andre er CCIE Security og CCIE í Routing & Switching, en hann fjallaði um nálgun Cisco á öryggisvarnir fyrir rekstrarumhverfi fyrirtækja.

Nálgun Cisco dregur úr flækjustigi, veitir miklu betri yfirsýn, skipulegri stjórnun og háþróaðari vernd gegn ógnum í gegnum allt ferlið: fyrir, á meðan og á eftir árás.