Ný nálgun í nútímarekstrarumhverfi

Flokkur: OK Veitan

Opin kerfi bauð til morgunverðarfundar þann 23. mars 2015 um nýja nálgun í rekstri miðlægra umhverfa með OneView og nýja netþjónalínu GEN9 frá HP.

Við fengum til okkar Jørgen Møller Caspersen, Product Manager Servers hjá HP í Danmörku. Hann hefur starfað fyrir HP frá árinu 2008 og hefur sérhæft sig í gagnaverslausnum. Þá sagði Finnur Örn Guðmundsson kerfisstjóri hjá Íslandsbanka frá um endurnýjun á netþjónaumhverfi bankans og hvernig þeim tókst til í því ferðalagi.