Öryggi upplýsingakerfa og aukin persónuvernd - Maí 2018

Flokkur: OK Veitan

  • Hefur þú eitthvað að óttast?
  • Hvers virði eru gögnin þín?
  • Liggur eitthvað á glámbekk?
  • Persónuvernd – ertu tilbúin(n) fyrir maí 2018?

ArcSight er öflug lausn frá HPe sem skannar og leitar að veilum í öryggisvörnum, greinir og forgangsraðar öryggisveilum í rauntíma, svo hægt sé að bregðast við þeim í tæka tíð.
Strangari löggjöf um rafræna persónuvernd sem verður innleidd í maí 2018, gerir verulega auknar kröfur til rekstrar- og vinnsluaðila gagna og upplýsingakerfa. GDPR kortleggur skráningu, vörslu og vinnslu persónugreinanlegra gagna í kerfum viðskiptavina og skýrir hverju þarf að breyta til að mæta þessum auknu kröfum í tíma.

Opin kerfi í samvinnu við HPe og AM Partner bauð til morgunverðarfundar 27. apríl 2017 þar sem við kynntum snjallar lausnir í öryggismálum og aukna persónuvernd (05-2018).