Sá á fund sem finnur

Flokkur: OK Veitan

Opin kerfi bauð til morgunverðarfundar þar sem við kynntum snjallar lausnir í upplýsingaskjám og fundarherbergjalausnum sem veita gott utanumhald á fundum og skráningu þeirra í innri kerfum. Með þessum lausnum næst betri nýting á upplýsingaskjám í þágu fyrirtækisins. Að þessu sinni fengum við til okkar Henrik Lohmann, Director of International Sales & Partner Relations hjá Pronestor og Kenneth Broberg, Technical Presales Engineer hjá Samsung. Þeir kynntu fyrir okkur lausnir sem bæði spara okkur tíma og peninga ásamt því að kynna fyrir okkur nýjar leiðir til þess að auka virði fjárfestingar okkar.

Til sýnis voru skjáir og hugbúnaður frá Samsung, Pronestor og WePresent.