Samþætt stjórnun tölvueigna

Flokkur: OK Veitan

Opin kerfi, í samstarfi við Parallels Northern Europe og Microsoft Ísland, bauð til morgunverðarfundar um samþætta stjórnun tölvueigna á Höfðabakka 9, þriðjudaginn 19. apríl.
Tilgangurinn var að kynna nýjungar og viðbætur fyrir fyrirtæki sem vilja hafa stjórn á „öllum“ tækjum sem tengjast upplýsingatæknikerfum fyrirtækja. Notendur í dag krefjast aðgangs að upplýsinum frá fjölbreyttum tækjum og miðað við núverandi kröfur þarf að gera það og uppfylla strangari kröfur um upplýsingaöryggi.
Fáar lausnir geta sparað eins mikið í rekstri eins og tölvuumsjónarkerfi og með viðbótum getum við núna aukið úrvalið af tækjum sem hægt er að stjórna og reka á hagkvæman hátt.