Skype fyrir fyrirtæki

Flokkur: OK Veitan

Hvað er „þetta“ Skype for Business?
Er þetta eitthvað fyrir mig?
Græði ég eitthvað á þessu?

Við hjá Opnum kerfum höfum undanfarin ár verið að fara ofan í nýjungar í samskiptalausnum Microsoft og hvaða viðbótarþjónustur eru í boði. Núna langar okkur hinsvegar aftur í upprunann og fara yfir grunnþætti Skype for Business, hvernig það samþættist við Office umhverfið, stóra Skype samfélagið og hvernig þetta hjálpar okkur í daglegum störfum. Við buðum því til morgunverðarfundar þriðjudaginn 20. september 2016 þar sem reynsluboltinn okkar og sérfræðingur Guðmundur Pétur Pálsson fór yfir þætti eins og:

– Viðveru
– Smáskilaboð
– Fjarfundi
– Skjádeilingu
– Símkerfi, o.fl.

Við fengum einnig til okkar Alfreð Örn Lilliendahl forstöðumann tölvuþjónustu hjá Tryggingamiðstöðinni sem deildi þeirra reynslu af vali, innleiðingu og áskorunum Skype for Business.
Í lokin kynntum við viðbótarlausn við Skype fyrir þjónustuver. Geomant Contact Expert er umhverfi fyrir þjónustuver sem veitir fullkomna yfirsýn yfir allt áreiti (símtöl, tölvupóst og vefspjall), flýtir fyrir afgreiðslu, skýrslugerð og umbótaverkefni í svörun.