Snjallari verslunarrekstur

Flokkur: OK Veitan

Snjalltæknin er á fleygiferð og skapar í auknum mæli umhverfi sem leiðir til bættrar framleiðni, aukins sparnaðar og nýrrar tegundar þjónustu.
Verslunarfólk getur í dag nýtt sér fjölmargar snjalllausnir til að eiga betri samskipti við viðskiptavini sína, greint markhópinn sinn betur, eflt aðfangakeðju sína og auglýst markvissar til hvers viðskiptavinar, svo fátt eitt sé nefnt.
Opin Kerfi og Vodafone buðu til morgunverðarfundar á Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 9. mars 2017 þar sem kynntar voru nýjustu snjalllausnir fyrir verslunarfólk.
Með nýjustu tækni geta fyrirtæki:

• Fengið nánari upplýsingar um viðskiptavininn og tengst honum betur
• Vitað hverjir eru á staðnum, kona, karl og á hvaða aldri
• Fundið leiðir til að veita viðskiptavinum betri þjónustu
• Boðið persónumiðaða þjónustu, t.d. tilboð á vöru sem viðskiptavinur hefur sýnt áhuga
• Gert betri greiningar á hegðun neytenda
• Tekið betri ákvarðanir sem hafa áhrif á daglegan rekstur
• Sett fram skýrari markaðsstefnu