Stratus Cloud Services

Flokkur: OK Veitan

Upptaka frá morgunverðarfundi 3. febrúar 2015.

Stratus er miðlægt sýndarumhverfi sem byggir á nýjasta vélbúnaði frá HP, Windows Server 2012 R2 og Azure Pack frá Microsoft.

Viðskiptavinum gefst kostur á að stofna og halda utan um sitt eigið miðlæga umhverfi í Stratus, samþætta við eigin vélbúnað og greiða einungis fyrir notkun. Þróunarumhverfi, þjónustur til að mæta breytilegri eftirspurn og nýjungar smellpassa í Stratus umhverfi Opinna kerfa.