Það helsta frá Microsoft Ignite 2015

Flokkur: OK Veitan

Í maí tók Microsoft á móti 23.000 sérfræðingum með það fyrir augum að upplýsa og fræða viðskiptavini sína um það sem er heitast og framundan hjá þeim á næstu vikum og mánuðum. Þátttakendum stóð til boða yfir 1.200 fyrirlestrar ásamt opnunarfyrirlestri frá stjórnendum Microsoft. Spektra og Opin kerfi hafa tekið saman höndum með Microsoft Íslandi með það fyrir augum að gefa smá yfirsýn yfir það helsta sem farið var yfir á Microsoft Ignite ráðstefnunni.