WiFi sem markaðstól

Flokkur: OK Veitan

Opin kerfi bauð til morgunverðarfundar þar sem við fengum til okkar sérfræðinga í netlausnum fyrir verslanir frá Aruba HPE. Þeir fóru yfir hvernig þráðlaust net hefur þróast yfir í að verða mikilvægt markaðstól. Anders Andersen (Territory Manager Iceland), kynnti stuttlega Aruba HPE fyrir gestum. Jon Howell (Mobile engagement lead EMEA), kynnti nýjustu lausnir fyrir verslanir og önnur fyrirtæki sem vilja nálgast sína viðskiptavini betur í gegnum WiFi. Hann fór yfir hvernig verslunin getur veitt betri þjónustu á sama tíma og hún fær upplýsingar um hegðun viðskiptavina sinna þegar þeir heimsækja verslunina.
Fyrirlesturinn er sérstaklega ætlaður þeim sem eru í verslunarrekstri eða hafa áhuga á að nota sitt þráðlausa net í markaðslegum tilgangi.