Góður árangur í WOW cyclothon

05.09.17

Slysa­varn­ar­fé­lagið Lands­björg fékk í gær af­hent­ar yfir 20 millj­ón­ir króna frá hjóla­keppn­inni WOW cyclot­hon, en um er að ræða ár­ang­ur áheita­söfn­un­ar sem kepp­end­ur og aðstand­end­ur þeirra söfnuðu, eins og fram kemur í frétt á mbl.is í dag.

Keppnislið Opinna Kerfa og Creditinfo í WOW cyclothon 2017

Opin Kerfi og Creditinfo telfdu fram öflugu sameiginlegu liði í keppninni sem stóð sig með stakri prýði. Eins og einnig kemur fram í frétt mbl.is lenti liðið í 3ja sæti í áheitasöfnun einungis 10.000 kr. frá öðru sætinu sem verður að teljast frábær árangur. Samtals safnaði liðið 1.410.000 kr. til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.

Við erum stolt af okkar fólki og óskum þeim til hamingju með þennan frábæra árangur.

Nánar má lesa um þetta á vef mbl.is.