GAMMA Capital Management semur við Opin Kerfi

03.04.17

Fjármálafyrirtækið GAMMA Capital Management hefur samið við Opin Kerfi um útvistun á rekstri upplýsingatæknikerfa fyrirtækisins. Samningurinn felur í sér að Opin Kerfi mun sjá um rekstur allra miðlægra tölvukerfa og öryggislausna á sviði upplýsingatækni GAMMA.

Á myndinni eru frá vinstri: Rangar Viktor Hilmarsson, sérfræðingur í hýsingu- og þjónustusölu hjá Opnum Kerfum, Guðmundur Björnsson, framkvæmdastjóri rekstrarsvið, fjármála og áhættustýringar hjá GAMMA og Sigurgísli Melberg, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Opinna Kerfa.

Opin Kerfi mun jafnframt sjá um hýsingu allra gagna og kerfa, vefhýsingu, afritun, uppfærslur og endurnýjun á tölvu- og hugbúnaði.

Hýsingin á búnaði og gögnum GAMMA verður staðsett í gagnaveri Verne Global í Keflavík, einu fullkomnasta gagnaveri landsins. Hátt öryggistig sem felst í  órofinni vöktun skiptir miklu máli í tengslum við hýsingu fjármálagagna og sinna sérfræðingar Opinna Kerfa vöktun allan sólarhringinn sem felst jafnframt í reglulegri tækni- og vettvangsþjónustu. Starfsmenn GAMMA hafa einnig aðgang að ráðgjöf á sviði upplýsingatækni og upplýsingatæknikerfa í gegnum þjónustuver Opinna Kerfa allan sólarhringinn.

„GAMMA vinnur með viðkvæm fjármálagögn og því var það afar mikilvægt fyrir okkur að finna traustan og öruggan samstarfsaðila til að hýsa gögnin okkar og sjá um upplýsingatæknikerfi okkar. Við erum mjög ánægð með samstarfið við Opin Kerfi og vitum að sérfræðingar þeirra munu annast okkur vel“, segir Guðmundur Björnsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, fjármála og áhættustýringar hjá GAMMA.

„Við erum einstaklega ánægð með samstarfið og það traust sem GAMMA hefur sýnt okkur með þessum samningi. Opin Kerfi hefur áratuga reynslu að baki á sviði upplýsingatækni og hóp metnaðarfullra sérfræðinga sem mun reynast GAMMA góður stuðningur í uppbyggingu rekstrarumhverfis síns, segir Sigurgísli Melberg, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs hjá Opnum Kerfum.

Um GAMMA Capital Management

GAMMA Captial Management er fjármálafyrirtæki sem sér um rekstur verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu, fjárfestingarráðgjafar og stýringu á fjármálagerningum. GAMMA er með um yfir 115 milljarða króna í stýringu fyrir meðal annars lífeyrissjóði, tryggingarfélög, innlendar og erlendar bankastofnanir, fyrirtæki og einstaklinga.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar veitir Sigurgísli Melberg, framkvæmdastjóri sölu- og Markaðssviðs, sigurgisli@ok.is  eða í síma 570-1000 og Guðmundur Björnsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, fjármála og áhættustýringar hjá GAMMA mummi@gamma.is eða í síma 519 3300.

Vefslóð GAMMA: www.gamma.is