Þráðlaust net (WiFi) sem markaðstól

08.06.17

Sá tími að þráðlaust net (WiFi) sé einungis þráðlaust net er liðinn. Möguleikarnir til að nýta netið til annarra verka eru orðnir gífurlegir. Á þínu þráðlausa neti verða til gögn sem hægt er að vinna úr og búa til upplýsingar sem þú hefur ekki haft í höndunum áður.

Það er hægt að átta sig betur á hegðunarmynstri viðskiptavina á meðan þeir fá betri og persónulegri þjónustu á sama tíma. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um hvaða gögn er auðveldlega hægt að fá út úr þráðlausum netkerfum í dag.

Opin Kerfi - WiFi sem markaðstól

Fyrir verslunareigendur

Hreyfing viðskiptavina um ákveðin svæði

Hefur þú einhverja hugmynd um hvernig þínir viðskiptavinir hreyfa sig um þína verslun? Nú getur þú fengið að sjá það, séð hvaðan þeir eru að koma og hvert þeir fara næst. Þú getur síðan skoðað eldri gögn og nýtt þau til að bera saman mismunandi mánuði, vikur, daga eða klukkutíma.

Ná til viðskiptavina með skilaboðum sem þeir hafa áhuga á

Þú getur safnað saman gögnum um hver þinn viðskiptavinur er og sent honum persónumiðuð skilaboð eftir aldri, kyni eða áhugamálum. Slíkt leiðir til þess að hóptölvupóstar sem viðskiptavinir telja að eigi ekki við sig verða úr sögunni svo dæmi sé tekið.

Sjáðu árangurinn

Ertu að nota rétta uppstillingu í þínum búðargluggum? Hægt er að sjá hversu margir eiga leið hjá þinni verslun án þess að stoppa þar eða hvort nýi blikkandi auglýsingaskjárinn sem þú settir upp í seinustu viku hafi hjálpað til og laðað til þín fleiri viðskiptavini.

Dvalartími og hollusta viðskiptavina

Það er hægt að sjá hversu löngum tíma viðskiptavinir eyða á ákveðnum stöðum í þinni verslun. Þú getur borið saman dvalartíma viðskiptavina eftir kyni eða aldri. Þú getur einnig séð hvort viðskiptavinurinn sé að koma í fyrsta skipti eða tíunda skipti.

Kostirnir fyrir viðskiptavininn

Þráðlaust net

Viðskiptavinir fá þráðlaust net sem er sérstaklega heillandi fyrir yngri kynslóðina og ferðamenn. Rannsóknir hafa sýnt að viðskiptavinir eru ekki einungis líklegri til þess að velja verslanir með þráðlausu neti, heldur eyða þeir einnig meiri tíma í þeim verslunum.

Persónulegri þjónusta

Í staðinn fyrir að viðskiptavinurinn gefi upp aldur, kyn eða aðrar upplýsingar fær hann í staðinn persónulegri þjónustu og tilboð sem eru betur miðuð að hans áhugamálum eða þörfum.

Aukin þjónusta

Hægt er að setja upp leiðarlýsingar um verslunina, gefa viðskiptavinum möguleika á að sjá lagerstöðu á völdum vörum eða óska eftir aðstoð frá starfsmanni, allt í gegnum snjallsímann.
Hér er einungis stuttur listi af því sem hægt er að gera. Ef þú villt kynna þér þetta nánar eða ná fram öllu því sem þráðlaust net hefur upp á að bjóða skaltu endilega hafa samband við netlausnir@ok.is og fá nánari kynningu á því sem hægt er að gera fyrir þig og þína verslun.

 

//Trausti Eiríksson, trausti@ok.is