Uppfærsla í Windows 10

31.07.15

Windows 10 er orðið aðgengilegt fyrir notendur, það byggir á fyrri útgáfum og er kunnuglegt þeim sem hafa notað þær.

Windows10

Þó hefur verið tekið tillit til óska um breytingar sem kallað var eftir eins og starthnappurinn sem hefur verið endurhannaður með það fyrir augum að gera allt aðgengi einfaldara. Þá er nýr vafri kynntur til sögunnar, Microsoft Edge. Uppfærslan hefur verið einfölduð mikið og þegar henni lýkur bíða allar skrár og forrit sem hafa verið sett upp á tölvuna á sínum stað. Öryggi hefur aukist til muna og upplifun notenda er að stýrikerfið sé hraðvikara en forverarnir og jafnvel hafa einhverjir upplifað það að rafhlöðuending fartölva hafi aukist. Íslenskan er til staðar og ný forrit hafa bæst í flóruna. Hér má kynna sér helstu upplýsingar um Windows 10 á vef Microsoft.

Ekki bíða með að uppfæra og ef þú ert að uppfæra frá Windows 7 eða Windows 8 þá á þér eftir að líka vel við Windows 10! Uppfærslan er í boði í 1 ár frá útgáfudegi.

Hvernig uppfæri ég?
Taktu eintak frá.
Það er einfalt, smelltu á litla Windows táknið neðst á skjástikunni. Ef þú sérð það ekki þar kíktu þá á algengar spurningar hér.

  • Smelltu á „Reserve your free upgrade“ á skjánum
  • Sláðu inn netfang ef þú vilt fá staðfestingu á að beðið hafi verið um uppfærslu.

Athugið: Til að byrja með þá er frí uppfærsla í Windows 10 eingöngu fyrir PC- og spjaldtölvur, frí uppfærsla fyrir flesta síma (Windows 10 Mobile) verður aðgengileg seinna á árinu.

Uppfærðu
Þegar uppfærslan er tilbúin fyrir þína tölvu, þá berst þér tilkynning um það. Þá er hægt að uppfæra strax eða þegar það hentar þér.

Upplifðu
Eftir að uppfærslu líkur, þá er ekkert annað sem þarf að gera en prófa og skoða nýja Windows 10.

Hvaða kröfur eru gerðar til vélbúnaðar?

Stýrikerfi:
Windows 7 SP1 eða Windows 8.1 Update. Ef þú ert ekki viss um hvaða stýrikerfi er á vélinni þinni þá geturðu athugað það hér. Ef þú þarft að sækja nýja útgáfu á vélina, smelltu þá hér fyrir Windows 7 SP1 eða Windows 8.1 uppfærslu.

Vélbúnaður:
1GHz örgjörvi að lágmarki, 2GB minni, nægt diskapláss (lágmark 20GB), þokkalegt skjákort (DirectX 9 og hærra) og skjáupplausn í það minnsta 800×600. Best er þó að ganga út frá því að hef verið sé að uppfæra úr Windows 8.1 þá gangi allt eins og í sögu.

Allar nánari upplýsingar má finna á vef Microsoft.

 

Hér er hægt að nálgast leiðbeiningar frá HP varðandi uppfærslu í Windows 10.

Hér er hægt að nálgast leiðbeiningar frá Fujitsu varðandi uppfærslu í Windows 10.

Hafðu samband við ráðgjafa