Creative Cloud snilldin!

10.02.17

Það er ekki ofsögum sagt að í gegnum árin hefur umsýsla Adobe leyfa verið ansi snúin og erfitt að halda utan um hvaða leyfi fyrirtæki og stofnanir eiga til hverju sinni. Fyrir nokkru fór Adobe að bjóða upp á flestar útgáfur af sínum hugbúnaði í gegnum Creative Cloud áskriftarmódel sem er alger bylting frá því sem áður var. 

Opin Kerfi hefur verið endursöluaðili á Adobe hugbúnaði um langt skeið og getur veitt ráðgjöf og aðstoð við kaup á Adobe leyfum.

Umsýsla er orðin mun einfaldari en áður og öll leyfi birtast á sama stað. Í einföldu vefviðmóti getur umsjónarmaður hugbúnaðar séð hvað mörg leyfi eru til, úthlutað og endurúthlutað leyfum á sína notendur. Með þessari yfirsýn sparast bæði tími og peningar auk þess sem notendur vinna ávallt með nýjustu útgáfur hugbúnaðarins.

Creative Cloud svítan inniheldur öll Adobe forritin sem við þekkjum, auk þess að gefa hverjum notanda 100 GB gagnageymslusvæði sem hann getur bæði nýtt til að geyma efni og deila með öðrum. Gagnageymslusvæðið má tengja t.d. við Microsoft Azure.  Eins er hægt að fá flest Adobe forritin sem stakan hugbúnað (Photoshop, InDesign Illustrator, Premiere Pro, Acrobat Pro o.sfrv) ásamt töluverðu úrvali appa sem bæði virka á Android og iOS.

Ísland situr ekki við sama borð og önnur lönd

Eins og er, þá situr Ísland ekki við sama borð og önnur lönd hvað varðar aðgengi að sumum hugbúnaði frá Adobe, í flestum tilfellum er það þó hugbúnaður til einstaklinga sem íslendingar hafa takmarkaðan aðgang að. En vonandi verður breyting þar á einn daginn þó ekki glitti í það eins og er.

Opin Kerfi hefur undanfarið ár lagt mikla áherslu á að bjóða frábæra þjónustu við leyfaráðgjöf á Adobe hugbúnaði, auk þess sem við höfum verið að prófa okkur áfram með að bjóða námskeið sem eru sniðin að óskum og þörfum viðkomandi allt eftir þörfum þeirra. Þessi námskeið hafa vakið mikla lukku og hafa fengið frábæra umsögn. Kennarinn okkar á þessum námskeiðum er Ólafur Kristjánsson sem hefur áralanga reynslu þegar kemur að kennslu á Adobe hugbúnað, betur þekktur sem Óli „tölva“

Ef þig langar til að fá ráðgjöf og frábæra þjónustu varðandi Adobe eða kanna með námskeið fyrir þinn hóp, skaltu ekki hika við að hafa samband við undirritaða og við förum yfir málin saman.

Íris Eva Guðmundsdóttir
Vörustjóri-Hugbúnaðarlausna hjá Opnum Kerfum

Hafa samband

 

Hefurðu skoðað öppin fyrir Adobe Creative Suite?

Kennslustikla Adobe Shape Kennslustikla Adobe Color