Microsoft öryggislausnir í skýinu

22.03.17

Aldrei sem fyrr, í ljósi umræðunnar, er ástæða til að vekja athygli á nokkrum atriðum er varða öryggislausnir

Öryggislausnir og öryggismál
Undanfarið ár hefur verið gífurlegur vöxtur í svokölluðu „Ransomware“ sem er þess eðlis að ef notandi smellir á eitthvað t.d. í tölvupósti þá er tölvunni og tengdum tækjum og skráaþjónustum læst og viðkomandi er beðin(n) um lausnargjald til að fá gögnin aftur. Í raun er ekkert annað í boði en að hreinsa tölvurnar, setja inn nýjasta öryggisafritið og hringja í lögregluna og fá hana til að eltast við þessa glæpamenn. Huga þarf að tölvuöryggi næstum því á hverjum degi, ekki aðeins með því að kaupa hugbúnað heldur með því að mennta og upplýsa notendur um ábyrga tölvunotkun.
Eins má ekki gleyma að í nútímavinnuumhverfi eru ekki allir alltaf að nota bara eitt tæki eða staðsettir á skrifstofunni svo að það þarf margt að koma til.
Hér er nýlegt blogg frá okkur þar sem farið er yfir grunnatriðin sem alltaf þarf að huga að.

Af hverju öryggislausnir í skýinu?
Nýlegar skýjalausnir frá Microsoft eru farnar að veita varnir sem aðeins stórfyrirtækjum með vel mannaðar öryggisdeildir hafa haft getu og fjármagn til að reka.
Gamla orðatiltækið „Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér“ á vel við þegar við ræðum öryggislausnir sem eru keyrðar í skýinu, þar eru þjónustuaðilar með púlsinn á málunum og þegar búið er að leysa málið hjá einum þá er það leyst hjá öllum sem eru með.
Síðan má ekki gleyma allri tækniþróun sem er í þessum skýjalausnum t.d. Gervigreind (e.AI) sem aðilar eins og Microsoft eru farnir að nota til að bæta sínar lausnir og eru nýttar til að fyrirbyggja árásir og til að spá fyrir um hvað gæti komið næst. Í raun er verið að stíga fyrstu skrefin í þessu en ávinningurinn virðist koma fljótt í ljós þegar vel tekst til.

Nútíma öryggislausnir frá Microsoft
Office 365 Advanced Threat Protection
Fyrst er að nefna Office 365 Advanced Threat Protection sem skoðar viðhengi í tölvupóstum, keyrir þau og tryggir að þau geri ekkert óleyfilegt áður en þau eru send áfram, annars eru þau fjarlægð. Þessi aðferð er sennilega ein tryggasta aðferðin til að stöðva óværu s.s. cryptolocker og fleiri slíkar.

Skýringarmynd

 

Tilboð fyrir Office 365 viðskiptavini
Bæta Office ATP við núverandi Office 365 umhverfi, virkja og setja það upp fyrir fast verð sem er 21.700 án/VSK og svo kostar leyfið í mánaðaráskrift 199 kr. pr. notanda.
(ATH: Starfsmaður OK þarf adminstrator réttindi fyrir uppsetningu og fyrirtækið þarf að vera með tilbúinn uppsettan tennant. Verð á Microsoft áskriftum miðast við gengi á euro 117,95.)

Hafðu samband við ráðgjafa okkar

Aðrar öryggislausnir í skýinu
Operations Management Suite | Security & Compliance
Azure OMS Security & Compliance þjónustan er ein af nokkrum nýlegum og endurbættum öryggisþjónustum í skýinu sem einfalt og þægilegt er að setja í gang.
Ef þú hefur áhuga á að kanna það nánar hafðu þá samband við okkur og við finnum okkur tíma til að fara yfir þetta saman.

Windows Defender Advanced Threat Protection (ATP)
Windows Defender Advanced Threat Protection er ný þjónusta sem hjálpar stórfyrirtækjum að uppgötva, rannsaka og bregðast við beinum nútímaárásum á netkerfi þeirra.
Windows 10 er eitt öruggasta vinnuumhverfið fyrir stórfyrirtæki í dag, en tölvuárásir eru alltaf að verða þróaðri og fjölbreyttari árásum er beitt s.s. “social engineering”, “zero-day vulnerabilities”. Röngum uppsetningum er jafnvel beitt til að brjótast inn á netkerfi fyrirtækja. Þúsundir slíkra árása voru tilkynntar árið 2015.
Byggt á þeim forvörnum sem eru innbyggðar í Windows 10 þá hefur Microsoft sett í gang nýja þjónustu, Windows Defender Advanced Threat Protection (ATP), sem bætir við nýju lagi í þjónustu sem tekur á því þegar eitthvað skrítið eða slæmt hefur gerst.

Office 365 Secure Score
Hér er komið nýtt tól frá Microsoft sem metur almenna stöðu á öryggi í Office 365 og kemur með tillögur að úrbótum og mat á áhrifum og umfangi aðgerða.
Athugið að þetta er ekki svona „Panic“ tól heldur veitir yfirsýn og er til aðstoðar við úrbætur.
Nánar:
New Office 365 capabilities help you proactively manage security and compliance risk

Introducing the Office 365 Secure Score

 

Umfjallanir um öryggismál á netinu
Facebooksíða Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu

PC World

Hér er nýleg umfjöllun um Ransomware frá Trend Micro á netinu.

 

//Jóhann Áki Björnsson, jab@ok.is