Microsoft Surface Book loksins komin í sölu

20.03.17

Microsoft Surface Book tölvan, sem beðið hefur verið eftir á Norðurlöndunum, er nú loksins komin í sölu.

Opin Kerfi

Microsoft Surface Book er skemmtileg samsetning á spjaldtölvu/fartölvu. Fullkomnum 13,5“ snertiskjá með hárri upplausn má smella af stöðugu lyklaborði og snúa skjánum við þannig að hann vísi aftur. Tölvan kemur í nokkrum útgáfum, allt frá einfaldri upp í mjög öfluga. Hún fæst með öflugu skjákorti, ólíkt MS Surface Pro 4 sem verið hefur í sölu hjá Opnum kerfum um nokkurt skeið. Skjákortið gerir notendum kleift að vinna grafíska vinnu og fylgir MS Surface Pen með sem hentar vel.

Opin Kerfi hf er söluaðili fyrir Microsoft vörur á Íslandi og er tölvan væntanleg í verslanir á næstunni.

//Óskar Sæmundsson, oskar@ok.is

Skoða í vefverslun

Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 570-1000 eða í OK búðinni á Höfðabakka 9