Microsoft Surface tölvur

29.05.17

Fyrir örfáum árum voru spekingarnir að ræða það hvort einkatölvur (e. PC) væru liðnar undir lok. Gífurlegur uppgangur í sölu snjalltækja og spjaldvéla bentu til þess og menn töldu að það væri ekki mikið hægt að gera til að blása lífi í einkatölvuna, sérstaklega fartölvur þar sem þær þóttu kubbslegar og rafhlöðuending færi sjaldnast yfir 2 klukkutíma sérstaklega þegar nota átti „alvöru“ tölvu með grafík og reikniafli.

Opin Kerfi - Microsoft Surface tölvur

Til að afsanna þetta og sem hvatning til vélbúnaðarframleiðenda ákvað Microsoft að framleiða sínar eigin tölvur og kom með þær á markað undir nafninu Surface eins og frægt er orðið. Í þessari umfjöllun er ætlunin að fjalla um nýjasta útspil Microsoft sem var kynnt bæði 2. maí og 23. maí í Shanghai í Kína. Aðal tilkynningarnar voru vegna nýrra Surface Laptop og New Surface Pro ásamt því að tilkynna aukna dreifingu, t.d. verður nú er hægt að kaupa Surface Book hjá okkur og svo er Surface Studio væntanleg í sumar.

Microsoft Surface

Surface nýjungarnar

Nýjasti meðlimurinn Surface Laptop

Þann 2. maí sl. var nýjasti meðlimur í Surface fjölskyldunni kynntur og sýndur sem er ný kjöltutölva með snertiskjá og nýja Windows 10 S stýrikerfinu ásamt því að geta boðið allt að 14,5 tíma rafhlöðuendingu miðað við video spilun.
Örgjörvarnir eru Intel Core i5 og i7, sjöunda kynslóð og minni allt að 16GB og SSD allt að 512GB sem þýðir að þegar kemur að afli þá er ekkert gefið eftir. Microsoft reiknar með að þessi vél muni endast nýstúdentum öll 4 árin í háskóla. Hér gefur að líta kynningarmyndband um Surface Laptop.

Opin Kerfi – Surface Laptop

Meira um Windows 10 S

Á sama tíma var kynnt ný útgáfa af Windows sem er lokaðri og öruggari. Ítarefni má finna á ok.is og á microsoft.com.

New Surface Pro

Þann 23. maí sl. kom síðan langþráð uppfærsla á Surface Pro 4, sem búið er að bíða eftir í töluverðan tíma. Það fyrsta sem vakti athygli er að Microsoft notar ekki orðið „spjaldtölva“ heldur „fartölva“ sem lýsir sennilega best þeim breytingum sem voru kynntar.
Skjárinn er endurbættur og bæði grafísk vinnsla og upplausn á nýjum skjá aukin. Nýir örgjörvar og aukið minni að sjálfsögðu líka. Vélin hefur verið þynnt aðeins og ný lyklaborð með Alcantara efni í nokkrum litum. Nánari upplýsingar er að finna á microsoft.com.

 

Opin Kerfi – New Surface Pro

Surface græjur

Surface penni

Windows 10 Ink og nýir pennar sem eru betur hannaðir til að virka eins og penni/pensil á pappír voru sýndir og endurbætti Microsoft hvernig þeir bregðast við þrýstingi. Nánar um pennan er að finna á microsoft.com.

Opin Kerfi – Surface penni

Surface dial

Þegar Microsoft kynnti Surface Studio vélina vakti athygli nýtt vinnutæki sem kallað er Surface Dial, í grunninn er þetta hnappur sem hægt er að smella á og snúa til að fá fram allskonar sniðuga framsetningu og betra vinnu umhverfi við hverskonar sköpun og hönnun. Nánar um Surface dial á microsoft.com.

Surface Studio

Að lokum langar mig að nefna að ein dáðasta hönnun á tölvu undanfarin ár er sennilega Surface Studio vélin sem kom öllum á óvart síðastliðið vor. Hún mun loksins fást á Íslandi í sumar og eru það frábærar fréttir. Nánar um Surface Studio á microsoft.com.

Opin Kerfi – Surface Studio

Endilega lítið við í verslun okkar á Höfðabakka 9 og skoðið úrvalið sem til er hjá okkur.

 

//Jóhann Áki Björnsson, jab@ok.is