Þráðlaust net (WiFi) á hótelum – Gæðin skipta máli

27.02.17

Fyrir nokkrum árum var þráðlaust net, hér eftir kallað WiFi, á toppnum yfir hvað hótelgestir leituðust eftir þegar þeir tóku ákvörðun um hvar þeir myndu kaupa gistingu. Í dag er WiFi á hótelum orðið staðalbúnaður og sjaldgæft að ekki sé boðið upp á slíka þjónustu. Með þeirri breytingu hafa áherslur hótelgesta breyst og í dag er litið meira til gæða, stöðugleika og upplifun notandans af WiFi hótelsins.

Þráðlaust net hótela - WiFi

WiFi fyrir gesti á hótelum

Flestir gestir kysu ekkert WiFi fram yfir lélegt. Það skapar einungis gremju og pirring hjá gestum hótela þegar þeir sitja í sínu herbergi og ná ekki að tengjast WiFi‘inu þar sem hótelherbergið sem þeim var úthlutað er ekki nálægt neinum þráðlausum punktum sem hanga á göngum hótelsins. Ef hótelið auglýsir WiFi innan sinna veggja þá reikna gestir með að fá gott samband sama hvort þeir séu í sínu herbergi, á göngunum eða í matsal.
Síðustu misseri hafa bæði Cisco Meraki og HPE Aruba verið að hanna og hefja framleiðslu á sérstökum þráðlausum punktum sem sérstaklega eru ætlaðir í hótelherbergi eða önnur svipuð rými.
Það sem þessir punktar hafa fram yfir aðra svipaða punkta er að inn í þá er innbyggður 4 porta switch sem hægt er að nota fyrir sjónvarp, síma, tölvur eða annan búnað. Punktarnir eru hlaðnir nýjustu tækni og styðja alla nýjustu WiFi staðla. Þeir eru einfaldir í uppsetningu og það þarf ekki neinn auka búnað til að stýra þeim því það er allt gert í skýjaþjónustum.
Ef rétt er staðið að uppsetningu og dreifingu punktana gefa þeir ekki einugis mun betra WiFi heldur hefur hótelið fullkomna stjórn á því sem er í gangi á sínu þráðlausa neti. Hægt er að stilla hraða tenginga sem hver gestur fær, loka fyrir ákveðnar vefsíður eða forrit, sjá hvar tæki eru staðsett ásamt ýmsum öðrum stillingum sem hótelið óskar eftir.
Á þeim stutta tíma sem punktarnir hafa verið í notkun hafa þeir verið að reynast gífurlega vel og almenn ánægja hefur verið með notkun þeirra.
Nánar um þessa punkta má sjá með því að smella á slóðirnar hér fyrir neðan.

 
Cisco Meraki MR30H
HPE Aruba 303H

//Trausti Eiríksson, trausti@ok.is