Windows 10 Creators update

11.04.17

Windows 10 Creators update - Opin Kerfi

Hvað er Creators update?

Með tilkomu Windows 10 þá hefur Microsoft breytt því hvernig Windows vinnustöðvar eru uppfærðar og þeim viðhaldið. Einstaklingar og fyrirtæki geta stjórnað því hvernig og hversu hratt vélar eru uppfærðar en eftir ákveðinn tíma eru þær uppfærðar nema sérstök Windows útgáfa sem kallast Windows 10 Enterprise LTSB sem hefur verið óbreytt í 10 ár. Hér er hægt að sjá hvaða kostir í uppfærslutímum eru í boði.

Deployment ring
Servicing branch
Total weeks after Current Branch (CB) or Current Branch for Business (CBB) release
Preview Windows Insider Pre-CB
Ring 1 Pilot IT CB CB + 0 weeks
Ring 2 Pilot business users CB CB + 4 weeks
Ring 3 Broad IT CB CB + 6 weeks
Ring 4 Broad business users CBB CBB + 0 weeks
Ring 5 Borad Business users #2 CBB CBB + 2 weeks as required by capacity or other contraints

Þann 11. apríl 2017 byrjar Microsoft að dreifa nýjustu útgáfunni á Ring 1 í Current Branch. Notendur sem eru með sjálfvirku uppfærsluna virka ættu að hafa fengið tilkynningu á Windows Update valmyndinni til að undirbúa sig.

Hvaða útgáfa er á minni vél?

Fyrsta útgáfa á Windows 10 fór í dreifingu 29. júlí 2015 og fékk hún númerið 1507. 1511 útgáfan kom í nóvember 2015 og í ágúst í fyrra dreifði Microsoft aftur stærri útgáfu og fékk hún númerið 1608. Nýja útgáfan fær númerið 1703. Til þess að fá að sjá hvaða útgáfa er í notkun hverju sinni er hægt að velja „start“ og „settings“ og velja „about“ og þá kemur í ljós fjöldinn allur af upplýsingum um Windows og þann vélbúnað sem er í notkun. Einnig eru nákvæmar upplýsingar um Windows útgáfuna sem er uppsett, t.d. eins og hér með nýja Windows 10

Edition Windows 10 Enterprise
Version 1703
OS Build 15063.0

Hvað er nýtt í Creator Edition?

Fyrir einstaklinga

3D for Everyone and enabling mixed reality

VR og Hololens

Microsoft Paint3D

Óli prik fær nýtt útlit

Windows Ink

Þróun í stafrænu bleki er gífurleg og hefur núna tekið töluvert stökk, til dæmis er núna hægt að skrifa inn á myndir og video en í Maps er hægt að teikna leið og fá vegalengd og leiðarlýsingu til að ferðast eftir.

Leikir

Microsoft er að gera verulegar breytingar á því hvernig hægt er að „leika“ sér, nýtt game mode breytir vélinni þannig að slökkt er á bakvinnslu til að nýta vélina betur í leiki.

Microsoft Edge is faster and safer with better browsing and entertainment

Nokkar skemmtilegar nýjungar eru m.a. að hægt er að skrifa á vefsíður ásamt því að flipa og síður er hægt að geyma til seinni tíma notkunar með „Set tabs aside“ og „Tab preview“

Næturlýsing

Núna er hægt að minnka bláaljósið á skjánum svo að fólk sofi betur þegar það er að horfa á tölvuskjái fyrir svefninn.

Fyrir fyrirtæki og stofnanir

Differential Updates

Ný tækni við uppfærslur þar sem eingöngu eru sóttar þær breytingar sem átt hafa sér stað milli uppfærslna, sparar download.

Microsoft Edge

Mikið endurbætt öryggi og stjórnun viðbóta. Sérstakar endurbætur varðandi flash, nánar hér

„Stability“

Microsoft fullyrðir að Windows 10 Creator Edition sé áreiðanlegasta útgáfan af Windows sem er í gangi, meðal annars vegna þess að það hafa yfir 10 milljón „Windows Insiders“ komið að þróun og prófun á þessari útgáfu.

Windows Defender Security Center

Microsoft styrkir varnir gagnvart hvers konar óværu ásamt því að hægt er að fylgjast með að þjónustur og tæki séu í góðu standi.

Hægt er að fylgjast nánar með á Windows blogginu

 

//Jóhann Áki Björnsson, jab@ok.is