Jólakortastyrkur 2016 rennur til Ljóssins

22.12.16

Undanfarin ár hefur Opin kerfi einungis sent út rafrænt jólakort og kosið þess í stað að styrkja gott málefni fyrir hátíðirnar.

Erna Magnúsdóttir forstöðuiðjuþjálfi hjá Ljósinu og Sigurgísli Melberg framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Opinna kerfa

Í ár er það Ljósið endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra sem fær að njóta góðs af styrknum. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.
Við þökkum Ernu Magnúsdóttur sem hefur yfirumsjón með starfi Ljóssins góðar móttökur og óskum öllum sem að starfinu koma gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Nánar um Ljósið