Opin kerfi er fyrirmyndarfyrirtæki VR 2016

13.05.16

Opin kerfi er eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR í hópi stórra fyrirtækja árið 2016.

Við endurtökum árangurinn frá síðasta ári og eins og segir á vef VR, „fyrirtækin í tíu efstu sætunum í hverjum stærðarflokki fá titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki og er ástæða til að vekja athygli á góðum árangri þeirra. Fyrirtæki sem nær inn á topp tíu listann sinna starfsmannamálum á skilvirkan hátt og halda vel utan um mannauð sinn.“

Í flokknum stór fyrirtæki, í flokknum Tölvu- og/eða hugbúnaðarsala eða þjónusta er Opin Kerfi í öðru sæti fast á hæla CCP. Þetta er sérstaklega áhugavert þar sem allir starfsmenn gátu tekið þátt í könnuninni óháð því hvort þeir væru félagsmenn í VR eða ekki. Í könnuninni er sérstaklega horft til 9 lykilþátta í starfsumhverfinu og saman gefa þessir þættir heildareinkunn fyrirtækisins. Þessir þættir eru; stjórnun, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki í vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd fyrirtækis, ánægja og stolt og jafnrétti.
Þessi niðurstaða hvetur okkur til að halda áfram á sömu braut og að vinna markvisst að því bæta okkur á öllum sviðum og vinna eftir þeim gildum sem við höfum sett okkur. Við þökkum þennan árangur frábæru starfsfólki og stjórnendateymi.