Opin kerfi hlýtur meistaragráðu frá Cisco fyrst íslenskra fyrirtækja

31.08.16

Opin kerfi hf. var nýlega fyrst íslenskra fyrirtækja til að hljóta alþjóðlega meistaravottun frá Cisco®; Cloud and Managed Services Master.

Opin kerfi hefur undanfarin misseri aukið áherslu á samstarf og þjónustu við erlend stórfyrirtæki sem reka tölvuver sín í gagnaverum hérlendis í nánu samstarfi við Verne Global. CMSP vottunin eflir samkeppnishæfni Opinna kerfa og gerir Ísland að enn vænlegri kosti fyrir kröfuharða viðskiptavini.

Þessi vottun bætist við fjölda annarra sérhæfinga sem sérfræðingar Opinna kerfa hafa aflað sér og setur fyrirtækið í hóp þeirra sem hafa framúrskarandi þekkingu til að selja og þjónusta skýjalausnir byggðar á Cisco lausnum. Til að komast í hóp fyrirtækja með þessa vottun þurfti Opin Kerfi að fara í gegnum margþætta uppbyggingu þekkingar auk þess að standast umfangsmikið endurskoðunarferli hjá Cisco og óháðum vottunaraðila. Niðurstaðan staðfestir að þjónusta Opinna kerfa uppfyllir allar þær kröfur sem Cisco gerir.

Vottunin er enn einn áfanginn í vegferð Opinna kerfa þess efnis að veita framúrskarandi þjónustu- og rekstrarlausnir, auk þess að innleiða skýjalausnir hjá viðskiptavinum félagsins. „Okkar áhersla er að veita framúrskarandi þjónustu sem uppfyllir síauknar kröfur bæði erlendra og innlendra viðskiptavina og samstarfsaðila eins og Cisco“ segir María Ingimundardóttir framkvæmdastjóri ráðgjafasviðs OK.

Um Cisco Cloud and Managed Services Program (CMSP)
CMSP vottunin hjálpar samstarfsaðilum Cisco að byggja upp, markaðssetja og selja skýjalausnir og rekstrarþjónustu til viðskiptavina sinna. CMSP vottunin tryggir Opnum Kerfum aðgang að færustu sérfræðingum á sviði viðskiptaþróunar, þjónustu og þjálfunar hjá Cisco sem aftur tryggir samkeppnishæfni fyrirtækisins á alþjóðavísu.

Um Cisco
Cisco er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki í upplýsingatækni sem gerir fyrirtækjum kleift að grípa tækifæri morgundagsins og að sanna stöðugt að það sem ekki var hægt í dag verður hægt á morgun. Meiri upplýsingar má nálgast á http://www.cisco.com.

Um Opin kerfi

Opin Kerfi hefur starfað í rúm 30 ár og var stofnað árið 1985. Það hefur á að skipa öflugu teymi reyndra sérfræðinga á flestum sviðum upplýsingatækni með langa reynslu af ráðgjöf, þjónustu og innleiðingu lausna hjá flestum af stærstu og kröfuhörðustu fyrirtækjum og stofnunum landsins ásamt stórum erlendum viðskiptavinum. Opin Kerfi er samstarfs- og þjónustuaðili Verne Global þar sem hýsingarlausnir fyrirtækisins og innri kerfi eru rekin í einu fullkomnasta Tier III gagnaveri heims í dag.

 

Hafðu samband við ráðgjafa