Viðurkenning frá Samhjálp

09.12.15

Opin kerfi hefur í gegnum tíðina reynt að sýna samfélagslega ábyrgð og leggja góðum málefnum lið.

Sóley Guðríður og Margrét

Eitt af því sem gert hefur verið er að þær Margrét og Sóley Guðríður sem sjá um mötuneyti fyrirtækisins hafa séð um að senda afgangs mat í hverri viku til matstofu Samhjálpar fyrir skjólstæðinga þeirra. Í gær tóku þær stöllur við viðurkenningu frá Samhjálp, þar sem fram kemur:

„Þakka hlýhug og ómetanlegan stuðning við starf Samhjálpar sem rekur meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot, matar og kaffistofuna í Borgartúni, Áfanga og eftirmeðfarðarheimilin Brú og Spor, stuðnings og áfangaheimilið M18 og nytjamarkaðinn í Ármúla 11.

Bið fyrirtækinu blessunar og framgangs“.

Vörður Leví Traustason.
Við hvetjum fleiri fyrirtæki til að gera slíkt hið sama, hjálpa til og um leið minnka matarsóun