Eaton varaaflgjafar

29.03.17

Eaton framleiðir breiða línu af vörum sem veita framúrskarandi öryggi þegar snýr að orkugjöf fyrir gagnaver, tölvu-, gagnageymslu- og afritunarkerfi. Með yfir 40 reynslu á markaðinum er Eaton leiðandi aðili með yfirgripsmikla þekkingu á umhverfi og þörfum viðskiptavina.

Vörurnar frá Eaton veita vernd fyrir áhrifum ytri orkuvandamála á kerfi, gögn og mikilvægustu starfsemi viðskiptavina. Meðal viðskiptavina Eaton hérlendis er m.a. Verne Global sem rekur gagnaver í Keflavík en þar réð úrslitum að Eaton gat boðið lausn sem uppfyllti bæði þær miklu kröfur sem viðskiptavinir Verne gera og ekki síst þær miklu kröfur sem gagnaverið sjálft gerir.

Hér má skoða hvernig Eaton nálgaðist viðfangsefnið:

Verne Global

Eaton framleiðir einnig varaaflgjafa fyrir sjávarútveginn og er í samstarfi við skipasmíðastöðvar og skipafélög. Eaton vinnur með vottunaraðilum eins og DNV, ABS ofl. sem votta framleiðsluna.