Windows 10 – vertu klár

24.09.15

Þann 29. júlí 2105 kom Windows 10 fyrir PC tölvur á markað. Undirtektirnar hafa vægast sagt verið góðar og notendur mjög ánægðir með þær breytingar sem þessi nýja útgáfa af Windows stýrikerfinu býður upp á. Microsoft býður Windows notendum upp á ókeypis uppfærslu á Standard og Pro útgáfu þess fyrsta árið.

Windows 10

Windows 10 nær hins vegar ekki eingöngu til PC tölva heldur til allra tækja sem styðjast við Windows stýrikerfi þannig að bæði Windows spjaldtölvur, Xbox One leikjatölvan og Lumia símar með WP8.1 stýrikerfi verður einni hægt að uppfæra í Windows 10.

Fyrstu nýju Lumia símarnir með Windows 10 verða kynntir formlega á Microsoft ráðstefnu sem haldin verður 6. október næstkomandi. Þessir nýju símar koma svo á markað fyrir næstu jól. Gleðifréttirnar eru að allir Lumia símar síðustu 3 ára munu í kjölfarið fá þessa uppfærslu frítt þannig að ef þú átt eldri gerð af Lumia síma, þá verður hægt að uppfæra hann í nýjustu útgáfu á allra næstu mánuðum. Windows 10 hefur í för með sér töluvert mikið af breytingum. Ein þeirra er að stýrikerfið verður nú á íslensku fyrir þá sem það vilja.
Einnig munu flest öll öpp sem gerð verða fyrir Windows 10 verða svokölluð Universal öpp. Það þýðir að þau munu virka á öllum Windows 10 tækjum, allt frá símum og upp í PC tölvur. Það gefur því augaleið að miðað við allan þann fjölda í heiminum sem nota Windows á einhverju tæki þá munu app-framleiðendur horfa stíft í þá átt að framleiða öppin sín einnig fyrir Windows.

Ein af stóru breytingunum verður sú að hægt verður að nota Lumia síma sem tölvu að miklu leyti til. Það verður gert þannig að við símann verður hægt að tengja lyklaborð, mús og tölvu- eða sjónvarpsskjá og þá birtir síminn PC útgáfu á aukaskjánum. Ástæða þess að þetta er hægt er sú staðreynd að í raun er um að ræða sama stýrikerfið í símunum og tölvunum, Windows 10.

Tvennt ber þó að hafa í huga varðandi þetta. Til þess að hægt sé að nýta sér þetta þarf annars vegar sérstakt millistykki sem verður hægt að kaupa aukalega og hins vegar þarf símtækið að styðja það. Ný flaggskip Lumia sem kynnt verða í október munu gera það.

Þessi tækni kallast Continuum og hér er hægt að sjá stutta videokynningu á ensku

Hafðu samband við ráðgjafa