Gagnaver / Hýsing

OK Hýsing er sveigjanleg, örugg og hagkvæm lausn sem Opin Kerfi býður í samstarfi við Verne Global. Viðskiptavinum bjóðast fjölbreyttar hýsingarlausnir í vandaðasta og öruggasta Tier III hýsingarsal landsins, þar sem þeir geta hýst eigin vélbúnað eða leigt vélbúnað í hýstu umhverfi.

OK hýsing er staðsett í fullkomnasta og öruggasta Tier III gagnaveri landsins, Verne Global.

OK hýsing er sjaldnast stöðluð lausn, þar sem hver viðskiptavinur hefur ólíkar þarfir. Ráðgjafar Opinna Kerfa eru boðnir og búnir að setja saman lausn sem hentar hverju sinni.

Opin Kerfi er vottað samkvæmt ISO 27001:2013 frá vottunaraðilanum British Standard Institutions (BSI).
Vottunin nær til alreksturs hjá samningsbundnum viðskiptavinum og reksturs og aðbúnað hýsingar. Með þessu sýnum við í verki áherslu okkar á að vera í fararbroddi í rekstri, viðhaldi og uppbyggingu upplýsingakerfa.

Upplýsingaöryggi snýst um að tryggja leynd, réttleika og tiltækileika gagna, þannig að vottun þessi felur í sér strangar kröfur og loforð til viðskiptavina um m.a. rétta meðhöndlun gagna og upplýsinga sem og notkun skráðra verkferla í rekstri. Þeir geta treyst því að trúnaður, heilindi og aðgengi að upplýsingakerfum séu tryggð og að upplýsingar séu aðeins aðgengilegar þeim sem hafa þar til gerðar aðgangsheimildir.

Einstakt öryggi
24/7 vöktun rafmagns og eldvarna
24/7 mönnuð öryggisgæsla
Skriflegt leyfi þarf fyrir aðgengi
Auðkenningar með mynd krafist fyrir aðgang
Lagskipt öryggi, 5 svæði
Fjöldi CCTV myndavéla inni og úti

Fullkomin aðstaða
Upphækkuð gólf
Lokaðir gangar – Hægt að hita og kæla eftir þörfum
Intergen gas slökkvikerfi
Bein kæling og þrýstijöfnun – Sjálfvirkt glycol varakælikerfi
42u skápar h:80cm d:120cm – Öryggislás með talnakóða – 20cm lagnarými, opnanlegt á milli skápaARKS

Uppitími
Tvöföld nettenging að hverjum skáp
Tvöföld raffæðing, A+B að hverjum skáp
Tvöfaldir varaaflgjafar, A+B að hverjum skáp
Tvöfalt varaafl með tveimur dísilrafstöðvum
48 klst. olíubirgðir (tveir olíutankar)