Kerfisleiga

Opin Kerfi veitir viðskiptavinum öruggan aðgang að hugbúnaði og gögnum, hvar og hvenær sem er. Kerfisleiga gerir kaup og rekstur á  miðlægum tölvubúnaði óþarfan.

Kostnaður við rekstur hugbúnaðar verður með þeim hætti þekktur og fyrirsjáanlegur. Hann verður mánaðarlegt gjald sem tekur mið af fjölda notenda og raunverulegri notkun á fleiri þáttum. Af þessu leiðir að eftirlit með kostnaði af upplýsingakerfum verður skilvirkari og áætlanagerð auðveldari.

Með kerfisleigu fá viðskiptavinir aðgang að eigin vinnuumhverfi (desktop), gögnum og hugbúnaði gegnum öruggt umhverfi, sem er hýst og vaktað í öruggusta og sennilega flottasta hýsingarsal landsins, Verne Global. Nær allur hugbúnaður sem keyrir á Windows er aðgengilegur í gegnum kerfisleigu og má þar nefna Microsoft Office, Exchange og nær allar tegundir fjárhags- og mannauðskerfa, t.d. Axapta, Navision, TOK og DK. Viðskiptavinir senda og sækja upplýsingar í viðskiptakerfi eftir hefðbundnum gagnaflutningsleiðum.

Starfsmenn eiga auðvelt með að tengjast kerfum að heiman og geta í raun sinnt vinnu sinni hvar sem er. Um getur verið að ræða hreina fjarvinnslu eða að stjórnendur þurfa að nálgast upplýsingar utan vinnustaðar eða vinnutíma, jafnvel erlendis frá.

Helstu kostir Kerfisleigu

• Fastur og fyrirsjáanalegur kostnaður við rekstur tölvukerfa
• Minni eða engin fjárfesting í netþjónum og gagnageymslum
• Sveigjanleiki, auðvelt að breyta þjónustunni
• Vöktun allan sólarhringinn
• Greiður aðgangur að sérfræðingum Opinna kerfa
• Aðgengi notenda að vinnuumhverfi hvar sem er
• Fyrsta flokks sérfræðiþjónusta
• Útvistun í hæsta gæðaflokki
• Öflugar varnir gegn vírusum og tölvuinnbrotum
• Örugg afritun

Hafa samband