Samskiptalausnir

Samskipti fólks í daglegum störfum eru margskonar. Tölvupóstur, símtöl, smáskilaboð, símafundir, myndfundir, fjarfundir og svona mætti lengi telja. Stór galli á gjöf Njarðar er hinsvegar að oft byggja þessi mismunandi samskipti á mismunandi lausnum frá mismunandi framleiðendum, sem oftar en en ekki eru ósamræmanleg sín á milli.

 

Skype for business

Í mörgum tilfellum er um margar mismunandi leiðir að ræða við sama form samskipta, eftir því við hvern er verið að tala hverju sinni og hvaða tækni viðmælandi býr yfir.

Skype for Business er samhæfð samskiptalausn, sem tengist inn í Microsoft Office og Exchange umhverfið, til mikilla hagsbóta fyrir notendur og eigendur fyrirtækja. Skype tekur einnig saman smáskilaboð, símafundi, fjarfundi og símtöl, tengist við Microsoft Exchange og myndar samhæft samskiptaumhverfi fyrirtækisins. Notendur hafa aðgang að framúrskarandi samskiptaumhverfi í gegnum eitt samræmt viðmót, afrit af samskiptum og möguleika á fjölbreyttara samskiptaformi innan og utan fyrirtækisins. Möguleiki er á talsverðum sparnaði í samskiptum með IP símtækni, fjarfundamöguleika og samskipta yfir netið. Fjölbreyttir samskiptamöguleikar við ytri aðila, án þess að þurfa að reiða sig á að viðkomandi sé búinn ákveðnum búnaði til þess að tengjast eða með aðgang að sértækri tækni. Tölva og aðgangur að interneti er allt sem þarf.

Notendur eru m.a.:

hamidjanlogo eimskiplogo capacentlogo borgunlogo askjalogo skjareinnlogo sedlabankilogo ruvlogo reykjavikurborglogo rariklogo promentlogo primeraairlogo orkubuvestfjardalogo olislogo lsretaillogo jardboranirlogo hrvlogo arionbankilogo betwarelogo

 

 


Hafa samband við ráðgjafa

Nánari upplýsingar veitir Hugbúnaðarhópur eða ráðgjafar Opinna kerfa í síma 570-1000.

Cisco Unified Communications

Hugmyndafræðin í kringum samskiptakerfi Cisco er sú að samskipti geti farið fram á fleiri vegu en einungis með hinum hefðbundnu símkerfum og símtækjum. Vinnuumhverfi okkar tekur stöðugum breytingum og samskiptaleiðir breytast þar með. Því hefur Cisco lagt áherslu á að gera samskipti möguleg með hverjum þeim hætti sem hentar notendum hverju sinni.


Samskiptalausnir Cisco (Unified communication) er hægt að útfæra með ýmsum hætti. Þær geta m.a. verið sniðnar að mismunandi stærð fyrirtækja, verið búnar mismunandi tengimöguleikum og gert samþættingu við ýmis önnur kerfi mögulega. Með þessum lausnum opnast möguleikar fyrir árangursríkari, öruggari og persónulegri samskiptum, sem svo aftur hafa jákvæð áhrif bæði á vinnu og framleiðni notenda. Um er að ræða mjög notendavænt viðmót og bjóða Cisco samskiptalausnir upp á möguleika á stækkunum og auknum notkunarmöguleikum síðar meir.
Cisco „færir fólk nær hvort öðru“ og skapar umhverfi fyrir samskipti á nýjan og árangursríkari hátt þar sem aðgengi að gögnum er auðvelt og öryggi er tryggt.
Með Cisco samskiptalausnum er um að ræða sveigjanlegt og öruggt kerfi sem þróast með viðskiptavininum. Þarfir viðskiptavina taka stöðugum breytingum og leggur Cisco metnað sinn í að fylgja þörfum þeirra með stöðugri þróun sinna lausna. Lausnirnar eru gæddar eiginleikum sem gagnast fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum.
Meðal margra ávinninga og möguleika sem Cisco samskiptalausnir bjóða upp á eru:

Lægri heildarkostnaður (TCO)

SIP support
Cisco símkerfið býður upp á fullan stuðning við SIP.
Þægilegra IT umhverfi
Uppsetning, uppfærslur, afritun og viðbætur eru þægilegar.
Aukin framleiðni starfsmanna

Cisco Unified Mobility
GSM samþætting – GSM og borðsími hringja samtímis.
Aukið samstarf starfsmanna.
Meðal annars er mögulegt að sjá viðverustöðu samstarfsmanna og vefspjall.

Beint innval og innanhúsval
Sími tengdur beint á símkerfið í gegnum internetið
Möguleiki á að tengja símtæki (t.d. heim til starfsmanns beint yfir internetið ) án þess að nota VPN.

Símafundir
Notendur geta tengst á símafundi við aðra notendur sem og utanhúsnotendur.

Video Conference
Cisco UC býður upp á myndfundi og fleira slíkt í gegnum þá Cisco síma sem eru með myndavélar.

Cisco Unified IP Phone Address Book Synchronizer
Forrit sem gefur þér möguleikann á að samkeyra netfangaskrá þína beint í Cisco símann.

Click To dial application
Mögulegt að smella á símanúmer sem birtast m.a. á netsíðum og síminn hringir þá í viðkomandi númer.

Opin kerfi hefur um árabil verið Cisco Silver Partner og verið í fararbroddi hvað varðar þjónustu Cisco símkerfa á Íslandi.


Hafa samband við ráðgjafa

Nánari upplýsingar veitir Netlausnahópur eða ráðgjafar Opinna kerfa í síma 570-1000.