Aruba Networks framleiðir netlausnir fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga sem vilja netlausn sem er ekki einungis þráðlaust tenging. Aruba hefur vaxið ört síðustu árin og er í dag einn af stærstu netkerfa framleiðendum í heiminum og er í eigu HPE (Hewlett-Packard Enterprise).

Ástæðan fyrir miklum vexti Aruba Networks má helst rekja til stefnu fyrirtækisins sem er „Customer first, customer last“, þeirra markmið er ekki endilega að framleiða nýjustu græjuna sem er flottust heldur leitast eftir því að koma með nýjar lausnir sem mæta þörfum viðskiptavina á sem hagkvæmastan máta.

Aruba býður einnig upp á eina bestu og hagkvæmustu lausnina á markaðnum til að fylgjast með hvar þínir verðmætustu og mikilvægustu hlutir eru (asset tracking).

Umsjón og eftirlit

Aruba býður mjög sveigjanlegar lausnir þegar kemur að stjórnun og hægt að stýra búnaðinum bæði úr skýi eða á staðnum allt eftir þörfum og óskum notendans. Hægt að hanna lausnir sem henta stórum jafnt sem smáum fyrirtækjum, stofnunum eða verslunum. Síðan er ekkert mál að stækka lausnina seinna meir, færa hana úr skýinu eða öfugt, eftir því sem hentar best hverju sinni.

Öryggi

Frá stofnum hefur mikill fókus verið á öryggi og öruggar lausnir hjá Aruba. Það hefur síður en svo breyst og í dag eru allir þráðlausir punktar frá Aruba með innbyggðum eldvegg sem gerir það að verkum að þú átt að geta vafrað um internetið áhyggjulaus.

Við getum aðstoðað þig við að finna búnað sem hentar fyrir þig, sama hvort það sé skrifstofan, verslunin, lagerinn eða heimilið. Til að sjá nánar um hverja lausn fyrir sig mælum við með að skoða síðurnar hér til hliðar eða hafa samband við trausti@ok.is

Helstu eiginleikar fyrir ýmsan rekstur og heimili

Skrifstofan

Aruba búnaðurinn hentar einkar vel fyrir skrifstofuna. Það skiptir engu máli hvort þú sért með þína eigin tölvudeild, villt láta einhvern annan sjá um þráðlausa netið eða hvort þú gerir það sjálfur, það er hægt að sníða lausnina eftir þínum þörfum.

Opin Kerfi mæla með að þú fyllir út þessa síðu hér til að finna út hvað myndi henta þínu fyrirtæki, sendir á okkur hvað þú færð út úr prófinu og við tökum málið áfram.

Helstu kostir þess að nota Aruba á skrifstofunni

 • Frábært og öruggt þráðlaust net sem auðvelt er að stjórna
 • Gefðu þeim sem virkilega þurfa auka bandvídd til að sinna sínum mikilvægustu verkefnum, svo sem símhringingum í gegnum netið, ná í stórar skrár eða hvað sem þitt fyrirtæki gerir.
 • Þráðlausa netsambandið þitt færist með þér og tækið þitt festist ekki á einum stað þegar þú færir þig um bygginguna.
 • Hagstæð lausn fyrir allar stærðir fyrirtækja og hægt að fá aðgangspunkta sem henta í öll verk.

Til að fá nánari upplýsingar um málið hafið samband við netlausnir@ok.is.

Verslanir:

Aruba er auðvelt í uppsetningu og þæginlegt í stjórnun. Í dag eru margir stærstu kúnnar Aruba verslanir og er sífellt verið að hanna nýjar lausnir sem henta nútíma samfélagi. Hér fyrir neðan eru dæmi um hluti sem hægt er að gera í verslunum með búnaðinum.

 • Bjóða viðskiptavinum uppá hágæða þráðlaust net.
 • Verslunareigendur geta áttað sig á hreyfingu kúnna innan verslunarinnar.
 • Möguleiki að senda viðskiptavininum tilboð í síma þegar hann er tengdur þráðlausa kerfinu innan búðarinnar.
 • Gefur starfsmönnum möguleika á að nota þráðlausan búnað við að aðstoða kúnna. Geta t.d. skoðað lagerstöðu, sýnt viðskiptavin vöruúrval og klárað afgreiðslu.
 • Margt fleira, sendu á okkur hugmyndir á netlausnir@ok.is og við gerum það sem við getum til að aðstoða að láta hugmyndina verða að veruleika.

Nánar um möguleika með Aruba þegar kemur að verslunum má lesa um hér og á OK blogginu hér.

Hótel

Aruba vill gera hverja heimsókn á hótel eða gistiheimili að upplifun. Aruba býður uppá búnað sem hentar einkar vel í það. Möguleikarnir þegar kemur að því að nota þráðlausa netið á þínu hóteli eru mun meiri en bara til að fá fleiri stjörnur í gagnrýninni. Hér eru nokkur dæmi um hluti sem verið er að gera erlendis með Aruba búnaðinum á hótelum.

 • Bjóða viðskiptavinum uppá háhraða þráðlaust net, bæði innan og utan herbergisins.
 • Panta og greiða fyrir þjónustu í gegnum þráðlausa netið.
 • Stjórna öryggiskerfinu í gegnum þráðlausa netið
 • Viðskiptavinir geta skráð sig inn á hótelið rafrænt og minka þar með raðir við móttöku.
 • Senda út tilboð sérstaklega til hvers gests, eftir því hvað hann hefur áhuga á.
 • Gefur yfirsýn hversu oft gestir hótelsins hafa gist þar áður og aðstoðar við að halda utan um vildarkerfi eða annað slíkt.

Nánar um möguleika þegar kemur að hótelum og gistiheimilum má lesa um hér eða á OK blogginu.

Heimilið

Aruba býður frábærar lausnir fyrir heimili og minni skrifstofur. Fyrir heimili býðst lausn þar sem þú getur sett upp og stjórnað netaðgangi í gegnum símann þinn. Það tekur um það bil 3 mínútur í uppsetningu eftir að búnaðnum hefur verið stungið í samband. Hægt er að stilla netið á ýmsa vegu t.d. banna ólöglegt niðurhal, vafasamar vefsíður, facebook eða hvað sem þú villt. Hægt er einnig að slökkva sjálfkrafa á netinu á þeim tíma sem þú vilt.

Fáðu hágæða þráðlaust samband heim til þín fyrir tölvurnar, símana, sjónvarpið, hátalarana eða hvað sem þú kýst að tengja við þráðlausa netið heima hjá þér. Þú getur nálgast upplýsingar um Aruba fyrir heimili í OK búðinni eða með tölvupósti á netlausnir@ok.is.

Helstu kostir Aruba fyrir heimilið eru:

 • Frábært þráðlaust internet fyrir fjölskylduna.
 • Auðvelt í uppsetningu.
 • Býður uppá marga möguleika til þess að þú getir stjórnað netnotkun fjölskyldumeðlima á annan hátt en áður.
 • Hágæða lausn á verði heimilislausnar.

Aruba býður uppá eftirfarandi vörur.

 • Þráðlausa punkta
 • Aruba switches
 • Aruba Controllers
 • Beacons og sensora.
 • Sérstakan „App platform“ sem einfaldar hönnun og umhald á smáforritum fyrir síma.
 • Hugbúnað til að greina hvað fer fram á þínu netkerfi.

Ekki hika við að hafa samband við ráðgjafa okkar ef spurningar vakna eða ef þú vilt kynnast Aruba nánar.

Hafa samband