Skýjalausnir

Ok skýið eru lausnir sem viðskiptavinum Opinna Kerfa býðst ef þörf er á aðgangi að sýndarþjónum og diskaplássi. Það getur verið kostnaðarsamt að koma sér upp vélarsalaaðstöðu og fjárfesta í dýrum vélbúnaði. Fyrirtæki eru í auknum mæli farin að færa sig til þjónustuaðila með hagkvæmnissjónarmið að markmiði og leigja þar aðstöðu fremur en að reka sín eigin kerfi.

 

Stratus skýjaþjónustur

Opin Kerfi býður upp á skýjaþjónustuna Stratus. Um er að ræða öflugt sýndarvélaumhverfi þar sem viðskiptavinur getur leigt sér sýndarvélar til að nota í ytri hlutverk (public) eða tengja við eigið umhverfi (private).

Viðskiptavinur leigir vél sem hentar því hlutverki sem henni er að ætlað að þjóna. Allt frá vél með einum örgjörva með 1 GB í minni sem hentar vel mörgum Linux vélum upp í stórar vélar með 8 örgjörva. Gögn viðskiptavina er sjálgefið geymt í 3PAR gagnageymslu, en í boði eru aðrar gagnageymslur  sem henta fyrir geymslu á „dauðum“ gögnum.

Sýndarvél fær sjálfgefið aðgang að internet á deildu ytra neti (public), en viðskiptavinir geta fengið viðbótarþjónustu þar sem vélin liggur bakvið eldvegg sem er samnýttur með öðrum viðskiptavinum eða fengið eigin (dedicated) eldvegg sem viðskiptavinur hefur fulla stjórn á. Auðvelt er að tengja sýndarvélar viðskiptavina við innra umhverfi þeirra með VPN eða í gegnum innanlands gagnatengingar (Síminn, Vodafone, Símafélagið).

Sjálfgefið fá sýndarvélar aðgengi að eftirfarandi public deildu neti. Þar fær vélin aðgang að einni ip tölu ásamt allt að 30 GB af bandvídd. Sé vélin sett á innra net eða sér public net þá fylgir hvorki bandvíddin né ip talan með.

Innifalin þjónusta

 • Aðgengi að sýndarvél.
 • Sjálfafgreiðslu viðmót.
 • Hægt er að stofna, breyta og eyða sýndarvélum.
 • Hægt að keyra upp og keyra niður sýndarvélar.
 • Internetsamband með allt að 10 GB bandvídd (upphal eða niðurhal). Greitt er fyrir auka notkun.
 • Lögleg ip tala

Hafa samband við ráðgjafa

Nánari upplýsingar veitir Hýsingar- og rekstrarhópur eða ráðgjafar Opinna kerfa í síma 570-1000.

Nimbus sýndarvélar

Nimbus er sveigjanleg skýjalausn sem keyrir á 100% grænni orku með notandavænt sjálfsafgreiðsluviðmót. Í Nimbus fær notandi aðgang að sjálfsafgreiðsluviðmóti þar sem hann getur stofnað sýndarvélar út frá skapalónum eða stærri skýjalausnir byggðar á Kubernetes, Hadoop eða Apache Mesos. Þær vélar og diskar sem notandi stofnar eru rukkaðar samkvæmt notkun og er smæsta gjaldskráða eining 1 klukkustund sem veitir kaupanda sveigjanleika þegar vélar keyra skemur en innan gjaldfærðs tímabils sem er 1 mánuður.  Notandi getur sjálfur sýslað með eldveggi í umhverfi sínu og samnýtt eldveggi milli véla eða úthlutað eldvegg per vél. Þjónustan er með EC2 forritunarskil sem gerir kaupendum kleift að forrita sig á móti umhverfinu td. til að stuðla að aukinni sjálfvirknivæðingu. Nimbus skýjaþjónusta Opinna Kerfa byggir á skýjalausninni Qstack frá GreenQloud.

Helstu kostir

 • Greitt samkvæmt notkun
 • Hægt að ræsa og stöðva vélar að vild
 • Hægt að bæta við diskum eftir þörfum
 • Hægt að fjarlægja viðbótardiska eftir þörfum
 • Hægt að mæta sveiflukenndu álagi
 • Engin fjárfesting
 • Gögn geymd á Íslandi við öruggar aðstæður
 • Keyrir á 100% grænni orku
 • Rekstur í höndum færustu sérfræðinga
 • Stuðningur við Linux og Windows stýrikerfi
 • Stuðningur við Containers í gegnum Hadoop, Kubernetes og Apache Mesos

Hafa samband við ráðgjafa

Nánari upplýsingar veitir Reynir Stefánsson eða ráðgjafar Opinna kerfa í síma 570-1000.

Azure

Microsoft Azure hefur vaxið jafnt og þétt sem þjónustuveita hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum á síðustu misserum. Á sama tíma hefur Azure umhverfi Microsoft aukið þjónustuframboð umtalsvert og pakkað inn skilgreindum verkefnum á einfaldan og hagkvæman hátt. Það hefur aldrei verið auðveldara að setja í gang nýja þjónustu, hvort sem um er að ræða einfalt vefsvæði eða umfangsmikið safn netþjóna, án stofnkostnaðar og einungis er greitt fyrir notkun.

Azure er raunverulegur kostur í UT rekstri íslenskra fyrirtækja.

Viltu vita meira um Azure


Hafa samband við ráðgjafa

Nánari upplýsingar veitir Halldór Másson eða ráðgjafar Opinna kerfa í síma 570-1000.