Meðferð persónuupplýsinga

Opin kerfi ehf (OK) leggur ríka áherslu á öryggi og trúnað við öflun og meðferð persónuupplýsinga, og hlýtir lögum nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga með síðari breytingum.
Þegar persónulegar upplýsingar eru skráðar t.d. vegna starfsumsókna, pantana, fyrirspurna o.s.frv. skuldbindur OK sig til þess að varðveita upplýsingarnar á öruggan og tryggan hátt og mun ekki miðla á neinn hátt upplýsingum sem skráðar hafa verið í ofangreindum tilgangi til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.

Við heimsóknir á vefsíður okkar verða til ýmsar upplýsingar. Þessum upplýsingum er fyrst og fremst safnað í tölfræðilegum tilgangi s.s. fylgjast með þjónustustigi, fjölda heimsókna á hverja vefsíðu, auk þess sem upplýsingarnar eru notaðar til að bæta innihald og notkun vefsins.

Ef óskað er frekari upplýsinga um meðferð persónugreinanlegra upplýsinga hjá Opnum Kerfum vinsamlegast sendið tölvupósti á netfangið ok@ok.is.