Straumar og stefnur

Samvinna er lykillinn að góðum vinnustað og jákvæðum starfsanda. Þar þurfa allir að þekkja og skilja hlutverk sitt og annarra

Verkefnastjórnun

Hjá Opnum kerfum er mikil áhersla lögð á verkefnastjórnun. Mismunandi aðferðarfræði er beitt sem sniðin er að stærð og eðli verkefna hverju sinni. Opin kerfi hefur m.a. hannað eigið verkefnastjórnunarkerfi sem er einfalt og skilvirkt í notkun. Hjá Opnum kerfum starfa öflugir verkefnastjórar með IPMA vottun og mikla reynslu af stýringu smærri sem stærri verkefna.

Samfélags- og umhverfisþættir

Opin kerfi tekur þátt í samfélagslegum verkefnum og fylgir þeirri stefnu að veita styrki til góðra verka. Félagið hefur lagt mörgum góðum málefnum lið og m.a. komið að verkefnum í menntakerfinu. Árlega útdeilir félagið sérstökum styrk til góðs málefnis í stað þess að senda jólakort í pósti.

Forráðamenn Opinna kerfa leggja áherslu á að fyrirtækið gæti að hlutverki sínu sem ábyrgur aðili í samfélaginu. Hluti af því er að tryggja að fyrirtækið umgangist umhverfi sitt af virðingu og umhyggju.

Fyrirtækið annast innflutning á fjölbreyttum tækjabúnaði og rekstrarvörum og má þar nefna fyrirtæki eins og HP og Cisco, sem bæði hafa hlotið viðrkenningar erlendra umhverfisstofnana vegna starfshátta á sviði umhverfismála.

Rafrænir reikningar

Opin kerfi hefur tekið upp notkun rafrænna reikninga. Við erum sífellt að leita leiða til að verða „grænni“ og þetta er ein leið okkar til þess. Samstarf okkar við Inexchange gerir okkur kleift að taka á móti og senda reikninga rafrænt. Auðvelt er að skoða reikninga sem okkur berast rafrænt og samhæfa þá okkar bókhaldskerfi.

Þeir viðskiptavinir okkar sem vilja fá senda rafræna reikninga og eru tilbúnir til að taka á móti þeim þurfa einungis að hafa samband við okkur og óska eftir því. Þeir sem hafa áhuga á kynna sér þetta nánar og gerast „grænni“ bendum við á www.inexchange.is

Öryggisstjórnun

Opin Kerfi er með ISO 27001:2013 vottun í upplýsingaöryggi. Það þýðir að félagið leggur áherslu á öryggi allra gagna og upplýsinga og hefur þróað sérstakt stjórnkerfi til að halda utan um þjónustu- og verkferla fyrirtækisins. Stjórnkerfið sér m.a. til þess að öll gögn viðskiptavina eru meðhöndluð samkvæmt ítrustu kröfum um upplýsingaöryggi. Þetta þýðir að í daglegum rekstri alls búnaðar og allra kerfa eru til staðlaðar verklagsreglur sem segja til um hvernig meðhöndla skuli gögn og upplýsingar til að öryggi sé tryggt. Komi upp frávik í rekstri eru til áætlanir sem segja til um hvernig bregðast skuli við o.s.frv.

Gæðastjórnun

Opin kerfi hefur markað sér gæðastefnu og lagt áherslu á skýra gæðastjórnun með gagnsæi í ferlum og ábyrgð.  Í gæðahandbók er að finna skjalfesta verkferla og vinnulýsingar (hlutverkalýsingar) um hvernig best er að vinna verkin hverju sinni.  Með gæðastjórnun hefur Opin Kerfi leitast við að tryggja að öllum vinnuaðferðum sé lýst og línurnar þannig lagðar hvað varðar gæði í sölu og þjónustu.