Verkstæði Opinna Kerfa

Áreiðanleg og fagmannleg þjónusta
Verkstæði Opinna Kerfa sinnir ábyrgðarþjónustu á öllum búnaði sem Opin Kerfi selja. Starfsmenn verkstæðis hljóta þjálfun og vottanir frá helstu birgjum fyrirtækisins  og hafa meðal annars prófgráður frá Microsoft, HP og Fujitsu á ferlisspjöldum sínum. Opin Kerfi eru eini vottaði þjónustuðili HP á Íslandi.

Sérfræðiþekking og öguð vinnubrögð 
Starfsmenn verkstæðis hafa tamið sér öguð vinnubrögð og styðjast við viðurkennda þjónustuferla. Þar er notað öflugt þjónustukerfi sem tengir saman viðskiptamannaskrá, raðnúmer tækja og verksögu einstakra beiðna. Þetta leiðir af sér einfaldari ferla og betra aðgengi að þjónustuupplýsingum, bæði fyrir starfsmenn og viðskiptavini.

Viðskiptavinir athugið!
Opin Kerfi tekur enga ábyrgð á gögnum eða hugbúnaði sem vistaður er í tæki sem kemur til viðgerðar á verkstæði Opinna Kerfa hvort sem um er að ræða farsíma eða tölvu. Opin Kerfi áskilur sér rétt á að endursetja tækið án sérstakrar tilkynningar til eigenda svo Opin Kerfi standi við skuldbindingar um viðgerð og afhendingu. Óski viðskiptavinur eftir að Opin Kerfi taki afrit af gögnum skal það gert í upphafi þegar tekið er á móti tækinu til viðgerðar og þau varðveitt á meðan tækið er í viðgerð. Slík þjónusta kostar að lágmarki 1 klukkutíma í vinnu en getur þó orðið meira eftir umfangi gagnanna.

 

Verðskrá verkstæðis:
Tegund þjónustu Með vsk.
Klukkutímagjald 13.888 kr.
Lágmarksgjald – tölvur
Byrjað á verki innan 3.5 daga*
6.944 kr.
Lágmarksgjald – prentarar
Byrjað á verki innan 1-3 virkra daga*
6.944 kr.
Lágmarksgjald – plotterar
Byrjað á verki innan 3-5 virkra daga**
13.888 kr.
Lágmarksgjald – símar
Byrjað á verki innan 3-5 virkra daga**
3.472 kr.
Rykhreinsun 3.472 kr.
Forgangsþjónusta – tölvur og prentarar
Byrjað á verki innan 24 vinnustunda
13.888 kr.
Forgangsþjónusta – tölvur og símar
Byrjað á verki innan 8 vinnustunda
3.472 kr.
Bráðaþjónusta
Byrjað á verki innan 4 vinnustunda
27.776 kr.
Gagnaflutningur
Undir 60GB af gögnum 6.944 kr.
Yfir 60GB af gögnum 13.888 kr.

*Ef panta þarf varahluti erlendis frá getur viðgerð tekið allt að 10 – 14 virka daga.
** Ef senda þarf síma út til viðgerðar getur viðgerð tekið allt að 10 virka daga.
Vinsamlegast athugið að þetta eru viðmiðunartímasetningar sem geta breyst eftir álagi á verkstæði, þjónustustigi á búnaði og afgreiðslu varahluta erlendis frá.

Gögn á diskum í viðgerð / á leið í förgun

  • Þegar starfsmenn Opinna Kerfa gera við búnað getur komið upp sú staða að þeir sjái trúnaðargögn eða persónuleg gögn sem eru á viðkomandi búnaði. Starfsmenn hafa skrifað undir trúnaðarskyldu auk þess sem við virðum persónuupplýsingar. Starfsmönnum er óheimilt að leita eftir eða vista slík gögn.
  • Diskar sem Opin Kerfi fá til förgunar er fargað hjá 3ja aðila. Diskum er safnað saman í örugg ílát og þegar búið er að safna upp í talsvert magn er farið með diskana í förgun hjá viðurkenndum þriðja aðila.
  • Diskar í ábyrgð: Opin Kerfi senda þá vikulega út til HP, sem notar 3ja aðila til að eyða þeim.
    Opin Kerfi og HP ráðleggja viðskiptavinum að nota viðurkenndar aðferðir til að verja gögnin, til dæmis að wipe-a diskana eða dulkóða þá, áður en þeir eru sendir til förgunar.