Prentrekstur

Prentrekstrarsamningar Opinna Kerfa er samningsform þar sem samningsaðilar njóta sérkjara á rekstrarvöru og þeim búnaði sem keyptur er við upphaf samnings.

Að auki er heimilt að setja annan HP prentara á samninginn sem þegar er í notkun og lækka þannig rekstrarkostnað hans um leið. Gildistími samnings getur verið 3-5 ár. Þessir samningar eru í boði fyrir flesta HP prentara.

40% hraðvirkari prentun

Með nýju prentaralínunni hefur HP gert prentarana hraðvirkari en sambærilegir eldri prentarar og prentarar frá helstu samkeppnisaðilum. 

Auðkenning

Með HP JetAdvantage öryggislausnum býður HP upp á möguleikann að stýra útprentun þannig að ekkert prentast út nema að sá sem biður um prentunina auðkenni sig sjálfur við prentarann.  Þannig liggja hvergi viðkvæm útrpentuð skjöl sem ekki er ætlað fyrir hvern sem er að sjá.

Fyrirtækjalausnir  Upplýsingar á PDF formi

Umhverfisvænni prentun

Betri nýting dufthylkja fækkar dufthylkjum í umferð sem þarf að farga Hylkin og umbúðir eru framleidd án ozon eyðandi efna. Um 30% umbúða eru framleidd úr endurunnum efnum.

Skoða hér

Hagkvæmari prentun

Með MPS rekstrarvörusamningi,  getum við boðið mun betra verð á rekstrarvörum fyrir helstu HP laserprentara og Officejet Pro bleksprautuprentara og lækkað þannig prentkostnað enn meira.

40% minni prentarar

Með tilliti til þess að skrifstofurými á hvern starfsmann hefur minnkað að meðaltali um 20% á síðustu 5 árum, hefur HP hannað nýju prentarana þannig að þeir taki minna pláss.

Hér er hægt að sjá niðurstöður prófanna sem styðja fullyrðingar um hraða og stærð:

Skoða niðurstöður

Öruggari prentun

Með HP JetAdvantage öryggislausnum býður HP upp á möguleikann að stýra útprentun þannig að ekkert prentast út nema að sá sem biður um prentunina auðkenni sig sjálfur við prentarann.  Þannig liggja hvergi viðkvæm útrpentuð skjöl sem ekki er ætlað fyrir hvern sem er að sjá.

HP JetAdvantage í stuttu máli

Fyrirtæki eru stöðugt að búa til gögn sem innihalda trúnaðarmál eða verðmæti sem skiptir sköpum í rekstri þeirra. Sennilegast eru þessi gögn varin með ýmsum hætti sbr. með auðkenningu, dulkóðun og almennu eftirliti þegar kemur að netkerfum, vinnustöðvum og á netþjónum. En er prentumhverfið eins öruggt og
annað í fyrirtækjaumhverfinu? Brotalöm í öryggismálum og kostnaður sem er því samfara getur verið gríðarlega hár, hvort sem er vegna skjala sem liggja á glámbekk, gagna sem fara frá tölvu til prentara eða viðkvæmra upplýsinga sem liggja á geymslumiðlum. Til þess að tryggja enn frekar að fyrirtæki sé varið þá þarf lausn sem einfaldar og styrkir öryggi prentumhverfisins líka. Það sparar tíma og fjármuni sem er betur varið annarsstaðar.

Nýjung í umsjón með öryggismálum

HP Security Manager býður upp á einfalda og auðvelda leið til að stýra öryggismálum þegar kemur að prentumhverfi. Hægt er að setja upp, virkja og fylgjast með tækjum með því að stilla upp öryggisferli fyrir allt umhverfið og tryggja öryggi HP búnaðar um leið og honum er bætt við þann sem fyrir er með HP Instant-on Security. Reglulegt viðhald og samhæfni við öryggisferilinn er tryggt með HP Security Manager sem fylgist með umhverfinu og lætur vita ef frávik verða. Samhliða er hægt að nýta sjálfvirkar uppsetningar og uppfærslur á öryggisstöðlum til að styrkja upplýsingaöryggi og draga samhliða úr umsjónarkostnaði.

Nánar um öryggi  Upplýsingar á PDF skjali

Með því að velja prentrekstrasamning OK þá geta fyrirtæki sparað allt að 46% í rekstri prentumhverfis.

Hafa samband við ráðgjafa