Afritunarþjónusta

Opin Kerfi býður upp á miðlæga hýsta afritunarþjónustu fyrir stofnanir og fyrirtæki, þar sem afrituðu gögnin eru vistuð í öruggu gagnaveri.

Í boði eru afritunarlausnir eins ný byltingarkennd lausn frá Datto, lausn frá Veeam sem er sérstaklega hannað fyrir sýndarvélaumhverfi og HP Dataprotector afritunarlausn sem er hefðbundin afritunarlausn.

Datto afritunarþjónusta

Það er grundvallaratriði í öllum rekstri fyrirtækja að vera með vel útfærða og góða yfirsýn yfir afritun gagna, skiptir ekki mál hvort um sé að ræða afritun af netþjóni, sýndarvélum og eða útstöðvum starfsmanna.  Fyrirtæki gera sífellt meiri kröfur um góða afritunarlausn sem felur í sér afritun gagna ásamt hröðu aðgengi að afriti.  Það vill engin upplifa að gögn tapist.

Við bjóðum afritunarþjónustu með datto innifalið er eftirfarandi:

 • Afritunardiskabox frá Datto
  • Við ráðleggjum þér með afritunardiskabox frá Datto með tillit til gagnmagns
  • Á samnningstíma er möguleiki að stækka eða minnka afritunarbox
  • Hægt keyra upp sýndarvélar, netþjóna eða ústöðvar af dattoboxi
 • Infinite Cloud retention
  • Ótakmarkað pláss í datto cloud
  • Gögn hýst í gagnaveri Verne á Íslandi
 • Rekstur
  • Uppfærslur á datto diskaboxi
  • Afritunarskýrslur
  • Prófanir
  • Eftirlit með afritun

Hafa samband við ráðgjafa

Nánari upplýsingar veitir Ragnar Viktor Hilmarsson eða ráðgjafar Opinna kerfa í síma 570-1000.

Veeam Hosted Backup

Opin Kerfi býður upp á miðlæga hýsta afritunarþjónustu fyrir stofnanir og fyrirtæki, þar sem afrituðu gögnin eru vistuð í öruggu gagnaveri.

Í boði eru tvær afritunarlausnir, Veeam sem er sérstaklega hannað fyrir sýndarvélaumhverfi og HP Dataprotector afritunarlausn sem er hefðbundin afritunarlausn.

Í boði eru fjölbreyttar leiðir til afritunar allt eftir því hvað hentar hverjum og einum aðila. Afritunarmagn er mælt og gjaldfært eftir því.


Hafa samband við ráðgjafa

Nánari upplýsingar veitir Reynir Stefánsson eða ráðgjafar Opinna kerfa í síma 570-1000.

Veeam Cloud Connect

Opin Kerfi býður upp á aðgengi að Veeam Cloud Connect fyrir geymslu á afritum.

Viðskiptavinur fær aðgang að Cloud Connect þar sem hann getur sjálfur tengst við Veeam umhverfi sitt og notað sem ytra Innifelur ekki ábyrgð á afritun, endurheimtarprófanir, eftirlit eða notendaþjónustu.

Hraðatakmörkun er 100 Mb/s en hægt er að kaupa auka hraða, ekki þarf aðra þjónustu, en viðskiptavinir þurfa að vera með Veeam uppsett hjá sér.

 


Hafa samband við ráðgjafa

Nánari upplýsingar veitir Reynir Stefánsson eða ráðgjafar Opinna kerfa í síma 570-1000.

HP Data Protector

HP Data Protector er öflugur hugbúnaður sem tryggir aðgengi að viðskiptagögnum 24×7 fyrir aðeins brot af verði sambærilegra lausna. Með HP Data Protector er auðveldara að halda utan um afritun og endurheimtingu gagna. Betri nýting á vélbúnaðarfjárfestingum er náð um leið og stöðugleiki í rekstri eykst. Lausnin er sveigjanleg og hagkvæm afritunarlausn fyrir fyrirtæki af öllum stærðum. Hún styður afritun og endurheimtingu af flestum nútíma stýrikerfum, póstkerfum, gagnagrunnum og sýndarvélarumhverfum.

Lausnin tengist auðveldlega afritunarbúnaði af ýmsum gerðum, bæði spóluafritunarbúnaði sem og diskakerfum, frá mörgum framleiðendum.

StoreOnce Deduplication tæknin sem er innbyggð í Data Protector býður upp á mjög sveigjanlega og afkastamikla „Deduplication“ þar sem hægt er að velja hvar af-tvöföldunin fer fram. Þetta nýtist sérstaklega vel þar sem notandinn vill geyma sem mest af afritum á diskum, eða þar sem netsamband milli netþjóns og afritunarbúnaðar er takmarkað.

Uppbygging leyfa er einfaldari en fyrir aðrar sambærilegar afritunarlausnir, t.d. er skráarkerfisafritun fyrir ótakmarkaðan fjölda netþjóna innifalin í grunnleyfinu.

 • Einfaldur leyfastrúktur og gott verð
 • Einfalt í uppsetningu
 • Styður næstum allt
 • StoreOnce sem er mjög góð Deduplication tækni

Data Protector er skalanleg lausn, hægt er að stjórna mörgum afritunarþjónum staðsettum á mismunandi stöðum frá einu viðmóti.


Hafa samband við ráðgjafa

Nánari upplýsingar veitir eða ráðgjafar Opinna kerfa í síma 570-1000.