Þjónustusamningar

Allur búnaður sem seldur er ber staðalábyrgð, mismunandi langa eftir því um hvaða búnað er að ræða.  Staðalábyrgð er loforð um að gera við búnaðinn eða afhenda sambærilegan búnað í staðinn fyrir þann bilaða.  Staðalábyrgð verndar því eingöngu búnaðinn en þjónustusamningur verndar reksturinn.  Í mörgum tilvikum er óskilgreint hver viðgerðartíminn er og þá er mikilvægt að uppfæra staðalábyrgðina og gera þjónustusamning með það þjónustustig sem hentar viðkomandi rekstri.

Cisco þjónustusamningar

Gakktu úr skugga um að þú hafir aðgengi að þjónustu þegar þú þarft á henni að halda og tryggðu að Cisco netbúnaðurinn þinn sé á Cisco þjónustusamningi. Með því að vera með netbúnaðinn á samningi hjá Cisco færð þú bæði fljótari og nákvæmari þjónustu sem um leið gerir þér kleift að reka netkerfið þitt á hagkvæmari og öruggari hátt.
Með Cisco samningum getur þú þróað netkerfið þitt í síbreytilegu umhverfi og áherslum nútímans. Arðsemi og nýting þeirrar fjárfestingar sem í netbúnaðinum liggur eykst með lengri líftíma, aðgengi að varahlutum og uppfærslum á hugbúnaði.

Innifalið í Cisco þjónustusamningum:

  • Vélbúnaður á viðbragði
  • Hugbúnaðaruppfærslur
  • Aðgangur að heimasíðu Cisco
  • TAC

Ef vélbúnaður á Cisco samningi bilar fæst varahlutur innan viðbragðstíma. EKKI þarf að skipta þessum varahlut aftur út seinna meir. Varahluturinn færist sjálfvirkt inn á þinn þjónustusamning um leið og bilaði búnaðurinn er tekinn af samningnum.


Cisco Support þjónustusamningur
Cisco Support þjónustusamningur

912.31kB PDF skjal

Cisco SMARTnet samningur
Cisco SMARTnet samningur

913.34kB PDF skjal

Hafa samband við ráðgjafa

Nánari upplýsingar veitir Þórður Jensson eða ráðgjafar Opinna kerfa í síma 570-1000.

HPE þjónustusamningar

HPE þjónustusamningar eru fyrir alla sem vilja tryggja rekstur og uppitíma á tölvuumhverfi sínu, sama hvort um er að ræða eina heimatölvu eða umfangsmikið tölvukerfi. HPE þjónustusamningar innihalda yfir 20 mismunandi þjónustupakka sem eru viðbót við staðalábyrgð vörunnar, annað hvort með því að lengja ábyrgðartímann eða auka gæði þjónustunnar. HPE þjónustusamningar eru þannig annað og miklu meira en aðeins uppbót staðalábyrgðar.

Allur búnaður sem seldur er ber staðalábyrgð, mismunandi langa eftir því um hvaða búnað er að ræða. Staðalábyrgð er loforð um að gera við búnaðinn eða afhenda sambærilegan búnað í staðinn fyrir þann bilaða. Staðalábyrgð verndar því eingöngu búnaðinn en þjónustusamningur verndar reksturinn. Í mörgum tilvikum er óskilgreint hver viðgerðartíminn er og þá er mikilvægt að uppfæra staðalábyrgðina og gera þjónustusamning með það þjónustustig sem hentar viðkomandi rekstri. HPE þjónustusamningar eru þannig að samningur er gerður beint við framleiðanda, Opin kerfi (OK) framfylgir samningi vegna vélbúnaðar fyrir hönd framleiðanda. Komi upp sú staða að OK sjái sér ekki fært að þjónusta, yfirtekur HPE þjónustuna.

Hægt er að velja um mismunandi þjónustustig:

  • Viðbragð næsta vinnudag – NBD
  • Innan fjögurra tíma á vinnutíma – 9×5
  • Allan sólarhringinn, alla daga vikunnar – 24×7

Hver er munurinn á staðalábyrgð og þjónustusamningi?

Þjónustusamningur er uppfærsla á staðalábyrgð framleiðenda

Staðalábyrgð: Þjónustusamningur:
Ábyrgist framleiðslugalla Lágmörgun á niðritíma
Viðbragði ekki lofað Viðbragð skilgreint og tímasett
90 daga ábyrgð á stýrikerfi og hugbúnaði Stuðningur við hugbúnað og stýrikerfi
Engin heimild til uppfærslu hugbúnaðar Aðgengi veitt að hugbúnaðaruppfærslum
Aðgengi að frekari sérfræðiþekkingu undanskilin Aðgengi að ýmissi annarri sérfræðiþekkingu
Skilgreint úrskurðarferli til staðar

Staðreyndir og ranghugmyndir um staðalábyrgð

Ranghugmynd: Staðreynd:
Framleiðsluábyrgð hentar því umhverfi sem fyrir er Ábyrgð fylgir búnaði og er eins sama í hvaða umhverfi hann er
Sama ábyrgð á vélbúnaði og hugbúnaði Ábyrgð á hugbúnaði er venjulega aðeins 90 dagar og er takmörkuð
Viðbragð = viðgerðartími Viðbragðstími er loforð um að hringja innan til skilins tímaramma
Staðalábyrgð hugbúnaðar nær yfir stýrikerfi og forrit Ábyrgð á stýrikerfi og forrit er selt í sitt hvoru lagi
Aðstoð við upsetningu, úrskurðarferli eða aðlögun er undanskilin staðalábyrgð

HPE þjónustustig yfirlit HPE þjónustuþættir yfirlit


Almennir skilmálar HP þjónustusamninga
Almennir skilmálar HP þjónustusamninga

224.06kB PDF skjal

Hafa samband við ráðgjafa

Nánari upplýsingar veitir Ófeigur Fanndal Birkisson eða ráðgjafar Opinna kerfa í síma 570-1000.