Vettvangsþjónusta

Vettvangsþjónustan Opinna Kerfa er ávallt mönnuð af sérfræðingum í rekstarþjónustu, þeir aðstoða við útstöðvar og jaðarbúnað hjá viðskiptavinum, bilanagreina og leysa vandamál sem upp geta komið. 

Vettvangsþjónusta OK tekur til reksturs á útstöðvum samkvæmt þarfagreiningu og skilgreiningu þjónustunnar í upphafi samningstímans.

Þjónusta þjónustusala nær yfir rekstur útstöðva.  Útstöðvar geta verið borðtölvur, fartölvur, spjaldtölvur, prentarar og snjallsímar sem samhæfðir eru tölvupóstkerfi eða öðrum bakendakerfum viðskiptavinar. Meginhlutverk þjónustusala er að tryggja að  forrit og hugbúnaðarkerfi sem tilgreind eru í kerfisgreiningu og samningi þessum og viðaukum séu notendum aðgengileg á útstöðvum. Kennsla á forrit og virkni þeirra er ekki innifalin.

Viðskiptavinir geta líka keypt sér fjarþjónustu af tækniborði og viðveru eftir samkomulagi, hvort sem það er vikulega eða hálfsmánaðarlega, en leita þarf tilboða hverju sinni.

Tæknilegur tengiliður viðskiptavinar fer yfir opnar beiðnir í viðveru og forgangsraðar eftir þörfum hverju sinni, þeim málum sem upp kunna að koma og samið hefur verið um að leysa í viðveru en ekki með fjarþjónustu.

Fáðu meiri upplýsingar um vettvangsþjónustu OK.

Hafa samband