Gæði allan hringinn

12.09.17

HP slær ekki slöku við og í dag kynnti fyrirtækið nýjar vörur sem enn og aftur vekja athygli fyrir frábæra hönnun og útlit.

Við skoðum fyrst HP EliteBook x360 1020 sem er ein meðfærilegasta og öruggasta fartölvan fyrir fyrirtækjanotendur á markaðinum í dag.

Rafhlöðuending

Auðvelt er að vinna vinnuna sína hvar og hvenær sem er með þessari þynnstu og léttustu fyrirtækjatölvu frá HP. Hvort sem er á skrifstofunni eða á ferðinni. Rafhlaðan dugar vel daginn, „HP Fast Charge“ styttir hleðslutíma verulega og skjárinn er einstaklega bjartur og skýr.

Öryggi

HP hugsar um öryggið og gerir notandanum kleift að tengjast og vafra um internetið án þess að eiga á hættu að verða fyrir barðinu á óprúttnum aðilum. Hluti af öryggishluta vélarinnar er að hægt er að fylgjast með og setja BIOS upp aftur ef þess gerist þörf.

Mynd & hljóð

Vélin tryggir að þú getur verið hvar sem er, tengdur við teymið þitt sem er hluti af því sem nútímanotendur gera kröfur um í dag. Fimm hátalarar og hljóð frá Bang & Olufsen tryggja hljóðgæði og auðvelt er að nýta fjarfundalausnir með nýja „HP Premium Collaboration“ lyklaborðinu.

Við hjá Opnum Kerfum bíðum spennt eftir HP EliteBook x360 1020 sem verður komin til okkar í haust. Um að gera að fylgjast með því.

Nánari upplýsingar á vef HP.

Hafa samband  Nánar á vef HP