Hleð Viðburðir

Microsoft 365

Morgunverðarfundur

  • Fimmtudagur 21. sep.
  • 8:40 - 10:10
  • Opin Kerfi, Höfðabakka 9

Opin Kerfi býður til morgunverðarfundar um nýja nálgun Microsoft við Office 365 umhverfi smærri, og meðalstórra fyrirtækja. Kröfur starfsmanna um auðveldari aðgang að gögnum og upplýsingum aukast stöðugt. Á tíma aukinnar samvinnu og samþættingar er sífelld ógn í stafrænum glæpum. Microsoft 365 er ný áskrift í Microsoft Office 365 umhverfinu sem er hönnuð til þess að sætta þessi tvö sjónarmið.

Fundurinn er sérstaklega ætlaður þeim sem bera ábyrgð á rekstrarmarkmiðum fyrirtækja og sóknarfærum. Við hvetjum markaðsstjóra, framkvæmdastjóra, sölustjóra og aðra ábyrgðaraðila til að mæta.

Dagskrá

8:40 – 8:55
Skráning og léttur morgunverður

8:55 – 9:00
Setning fundarins
Sindri Skúlason, ráðgjafi í Microsoft lausnum hjá Opnum Kerfum

9:00 – 10:00
Microsoft 365
Halldór Másson, ráðgjafi hjá Opnum Kerfum

Halldór mun fara ofan í saumana á hvað þessi nýja vara felur í sér, greina í sundur hvaða þjónusta er í boði og hvaða þörfum þessi nýja áskrift svarar fyrir íslensk fyrirtæki.

10:00 – 10:10
Spurningar, umræður og fundarslit

Sérfræðingar Opinna Kerfa verða á staðnum til að svara spurningum.

Skráning hér:

Enginn aðgangseyrir