Adobe Creative Cloud hugbúnaður

Opin Kerfi hefur um langt skeið selt hugbúnað frá Adobe en nú bjóðum við upp á öll Adobe forritin í áskrift í gegnum “ský” Adobe, Creative Cloud.

  • Þú setur upp öll uppáhalds forritin þín á tölvuna eins og áður.
  • Fáðu allar uppfærslur um leið og þær berast, samstilltu forritastillingar í gegnum skýið.
  • Öll uppáhalds forritin þín setur þú upp á tölvuna eins og áður.
  • Boðið er upp á stök forrit, svo sem Photoshop, Illustrator, Acrobat, Premiere Pro.

Creative Cloud inniheldur heildarflóru Adobe þar sem hugbúnaður, þar á meðal Photoshop, Illustrator, Acrobat, Indesign og öll hin Adobe forritin eins og After Effects, Lightroom, Flash Professional. Með því að nota Creative Cloud er boðið upp á mestan sveigjanleika í notkun, auðvelt utanumhald leyfa sem og lægri stofnkostnað.

Adobe veitir þér aðgang að öllum nýjustu uppfærslum og nýjungum um leið og þær eru gerðar opinberar.

Adobe Creative Cloud fyrir liðsheild – “Adobe Creative Cloud for teams”

Þitt lið hefur aðgang að nýjasta og besta hugbúnaði sem völ er á. Með því að virkja “skýið” er hægt að deila og vinna í skrám á milli tölva. Einnig getur þú samstillt tólastikur og sérstillingar á hverju forriti fyrir sig. Ekki þarf að vera nettengdur til þess að nota hugbúnaðinn heldur er nóg að tengjast internetinu á 30 daga fresti til þess að hægt sé að sannreyna leyfi og viðhalda hugbúnaði með uppfærslum.

Hafðu samband við ráðgjafa okkar