Miðlægur búnaður

Opin Kerfi hefur um árabil selt og annast þjónustu við miðlægan búnað fyrir bæði stór og smá fyrirtæki og stofnanir. Með því að vinna náið með stórum erlendum birgjum á borð við HP, HPE, Cisco og Fujitsu þá höfum við ávallt tryggt áreiðanlegar og traustar lausnir fyrir viðskiptavini okkar.

Netþjónar

Opin Kerfi býður breiða línu netþjóna sem henta hvaða umhverfi sem er. Við byggjum á traustu sambandi við framleiðendur eins og HPE og Fujitsu sem eru leiðandi í þróun og framleiðslu netþjóna og hefur svo verið um langt skeið.

Afritunarlausnir

Hjá Opnum Kerfum starfar fjöldi reynslumikilla sérfræðinga sem veita ráðgjöf varðandi afritunarlausnir. Við aðstoðum viðskiptavini okkar við að velja, innleiða og reka réttu lausnina sem uppfyllir þarfir þeirra hverju sinni.

Gagnageymslur

Í fyrirtækjarekstri er fátt jafn mikilvægt og viðskiptagögn, öryggi þeirra og aðgengi skipta sköpum. Opin Kerfi hefur í mörg ár verið leiðandi í sölu og þjónustu á gagnageymslum, afritunarlausnum og afritunarmiðlum.

Skoða í vefverslun