Netbúnaður

Opin Kerfi er í samstarfi við fremstu framleiðendur í heim á sviði netbúnaðs og netlausna. Cisco, Cisco Meraki, HPE og HP hafa um árabil rutt brautina á sviði netlausna, hvort sem litið er til öryggis, áreiðanleika, umsjón og hraða.

Sérfræðingar Opinna Kerfa veita einnig ráðgjöf við val á búnaði, hönnun og innleiðingu lausna og þjónustu við netkerfi.

Aruba netbúnaður

Aruba er fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga sem vilja netkerfislausn sem er meira en einungis þráðlaust tenging. Aruba hefur vaxið ört síðustu árin og er í dag einn af stærstu netkerfa framleiðendum í heiminum. Ástæðan fyrir þessum vexti má helst rekja til stefnu fyrirtækisins sem er „Customer first, customer last“, þeirra markmið er ekki endilega að framleiða nýjustu græjuna sem er flottust heldur leitast eftir því að koma með nýjar lausnir sem mæta þörfum viðskiptavina á sem hagkvæmastan máta.

Stjórnunarmöguleikar

Aruba er mjög sveigjanlegt þegar kemur að stjórnun og hægt að stýra búnaðinum bæði í skýi eða á staðnum allt eftir þörfum og óskum notendans. Hægt að hanna lausnir sem henta stórum jafnt sem smáum fyrirtækjum, stofnunum eða verslunum. Síðan er ekkert mál að stækka lausnina seinna meir, færa hana úr skýinu eða öfugt, eftir því sem hentar best hverju sinni.

Helstu eiginleikar fyrir verslanir og hótel

Verslanir:

Aruba er auðvelt í uppsetningu og þæginlegt í stjórnun. Í dag eru margir stærstu kúnnar Aruba verslanir og er sífellt verið að hanna nýjar lausnir sem henta nútíma samfélagi. Hér fyrir neðan eru dæmi um hluti sem hægt er að gera í verslunum með búnaðinum.

 • Bjóða viðskiptavinum uppá hágæða þráðlaust net.
 • Verslunareigendur geta áttað sig á hreyfingu kúnna innan verslunarinnar.
 • Möguleiki að senda viðskiptavininum tilboð í síma þegar hann er tengdur þráðlausa kerfinu innan búðarinnar.
 • Gefur starfsmönnum möguleika á að nota þráðlausan búnað við að aðstoða kúnna. Geta t.d. skoðað lagerstöðu, sýnt viðskiptavin vöruúrval og klárað afgreiðslu.
 • Margt fleira, sendu á okkur hugmyndir á sala@ok.is og við gerum það sem við getum til að aðstoða að láta hugmyndina verða að veruleika.

Nánar um möguleika með Aruba þegar kemur að verslunum má lesa um hér.

Hótel

Aruba vill gera hverja heimsókn á hótel eða gistiheimili að upplifun. Aruba býður uppá búnað sem hentar einkar vel í það. Möguleikarnir þegar kemur að því að nota þráðlausa netið á þínu hóteli eru mun meiri en bara til að fá fleiri stjörnur í gagnrýninni. Hér eru nokkur dæmi um hluti sem verið er að gera erlendis með Aruba búnaðinum á hótelum.

 • Bjóða viðskiptavinum uppá háhraða þráðlaust net, bæði innan og utan herbergisins.
 • Panta og greiða fyrir þjónustu í gegnum þráðlausa netið.
 • Stjórna öryggiskerfinu í gegnum þráðlausa netið
 • Viðskiptavinir geta skráð sig inn á hótelið rafrænt og minka þar með raðir við móttöku.
 • Senda út tilboð sérstaklega til hvers gests, eftir því hvað hann hefur áhuga á.
 • Gefur yfirsýn hversu oft gestir hótelsins hafa gist þar áður og aðstoðar við að halda utan um vildarkerfi eða annað slíkt.

Nánar um möguleika þegar kemur að hótelum og gistiheimilum má lesa um hér.

Aruba býður uppá eftirfarandi vörur.

 • Þráðlausa punkta
 • Aruba switches
 • Aruba Controllers
 • Beacons og sensora.
 • Sérstakan „App platform“ sem einfaldar hönnun og umhald á smáforritum fyrir síma.
 • Hugbúnað til að greina hvað fer fram á þínu netkerfi.

Hafa samband við ráðgjafa

Nánari upplýsingar veitir Trausti Eiríksson eða ráðgjafar Opinna kerfa í síma 570-1000.

Cisco Meraki

Gott og öruggt netsamband er í dag orðið lykilþáttur í lífi fólks, starfsemi fyrirtækja og stofnana. Krafan í nútímasamfélagi er að komast í samband hvar og hvenær sem er og að geta nálgast upplýsingar og þjónustu fljótt og örugglega. Ef þú vilt ná betur til viðskiptavina, bæta þjónustu eða ná fram aukinni skilvirkni þá er Cisco Meraki lausnin fyrir þig.

100% veflægt stjórnborð

Cisco Meraki netkerfum er stýrt frá veflægu stjórnborði. Fjöldi eiginleika og einstök nálgun einfaldar notkun og uppsetningu kerfanna, ásamt því að gera nýjar áskoranir auðleysanlegri og lækka rekstrarkostnað.

Hvernig einfaldar Cisco Meraki málið?

 • Einföld umsjón netkerfis frá sama stjórnborði
 • Stýrir öllum notendum, hugbúnaði og tækjum
 • Engu stýrt með vélabúnaði og ekki þörf á uppsetningu og viðhaldi hugbúnaðar
 • Öruggt (PCI og HIPAA samhæft) umhverfi
 • Skalar allt frá litlum kerfum upp í risastór

Helstu eiginleikar Cisco Meraki

 • Einföld umsjón flókinna netkerfa
 • Sama viðmót fyrir öll tæki á netinu
 • Góð greiningar- og skýrslugerðartól
 • Auðveld uppsetning
 • Aðgangsstýring með Facebook login fyrir gestanet
 • Álag á netkerfið sýnt á myndrænan hátt
 • Auðveld aðgangsstýring á hugbúnaði s.s Youtube, Facebook, torrent o.fl.
 • Nýtist sem öflugt markaðsverkfæri
 • Sjálfvirkar öryggisuppfærslur

Fyrir hverja er Cisco Meraki?

Cisco Meraki hentar flestum fyrirtækjum, skólum og stofnunum. Notkunarmöguleikar lausnarinnar eru fjölmargir og fara eftir eðli reksturins.

Fyrirtæki og stofnanir sem nýta sér Cisco Meraki eru m.a.:
 • Menntastofnanir
 • Verslanir
 • Ferðaþjónustu- og viðburðafyrirtæki
 • Sjúkrastofnanir
 • Iðnaðar- og framleiðslufyrirtæki
 • Hönnunar- og byggingafyrirtæki
 • Almennur rekstur ýmiskonar
Eru þetta þínar þarfir:
 • Ertu að flytja hugbúnað í miðlægt umhverfi (skýið)?
 • Ertu að sjá um mörg netkerfi?
 • Eru kröfur um aðgang frá símum og spjaldtölvum?
 • Þarftu að geta boðið gestaaðgang að þráðlausa netinu?
 • Þarftu að geta forgangsraðað umferð um netið (skrám, mynböndum eða símtölum)?

Vörulína Cisco Meraki


Þráðlaust: MR þráðlausu punktarnir eru með öflugt og einstaklega vel útfært stjórnborð þar sem öllu er stýrt frá sama stað án hefðbundins kostnaðar og flækjustigs sem venjulega fylgir uppsetningu á netbúnaði.

Öryggi: MX lausnirnar sameina á einum stað stjórnun netkerfisins, stillingar á eldveggjum, VPN tengingar, efnissíur, álagsdrefingu og bestu lausn á WAN umhverfi í einni fullkominni netkerfis- og öryggislausn.

Svissar: MS svissarnir einfalda uppsetningu á mörgum stöðum þar sem hægt er að hafa umsjón með fjölda porta í rauntíma og yfir vefinn. Hægt er að tengja saman svissa á mismunandi stöðum (virtual stacking).

MDM: Systems Manager er eitt tól til að hafa umsjón með öllum iOS, Android, Mac og PC tækjum og er aðgengilegt öllum án endurgjalds.

Hafa samband við ráðgjafa

Nánari upplýsingar veitir Maurice Zschirp eða ráðgjafar Opinna kerfa í síma 570-1000.

Cisco beinar (Routers)

Cisco routerar geta hjálpað þínu fyrirtæki að leggja grunninn að góðu og öflugu netkerfi, svo að innviðir fyrirtækisins geti virkað sem skyldi.

Cisco er leiðandi í hönnun netkerfa, fyrir stofnanir og fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Með Cisco routerum geta fyrirtæki byggt netkerfi sín upp þannig að þau hafi möguleika á öruggum uppitíma og sveigjanleika í öryggi sem hægt er að sníða að kröfum hvers og eins. Routerarnir bjóða upp á samtengingamöguleika við þráðlaus net og hafa þægilegt umsjónar- og stjórnunarviðmót. Cisco routerar geta forgangsraðað netumferð eftir mismunandi kröfum eða tegundum umferðar (QoS).

Með Cisco routerum er hægt að takast á við flókna og kröfuharða rauntímanetþjónustu. Við hönnun og uppsetningu skal taka tillit til krafna viðskiptavina um öryggi og uppitíma. Með réttri hönnun og búnaði verður upplifun viðskiptavinar jákvæð og þjónustan batnar.


Hafa samband við ráðgjafa

Nánari upplýsingar veitir Þórður Jensson eða ráðgjafar Opinna kerfa í síma 570-1000.

Cisco greinar (Switches)

Switchar nota MAC addressu viðtakanda til að ákvarða um hvaða port gögn skulu send út. Gögnin eru send hnökralaust í þau port sem eru tengd. Því getur réttur switch hámarkað virði fjárfestingarinnar með tryggu og hraðvirku neti.
Rekstrarkostnaður getur lækkað, framleiðni og tekjur geta að sama skapi aukist. Mikilvægt er því velja réttu switchana, hanna og setja netið upp miðað við væntanlega notkun.

Cisco switchar bjóða upp á eina greindustu og háþróuðustu tæknina í upplýsingatæknigeiranum. Þeir auka gildi netkerfisins innan um innviði tölvukerfis. Cisco switchar raða upp netumferðinni eftir þeirri forgangsröðun sem ákveðin hefur verið (QoS). Cisco switchar eru fáanlegir í mörgum útfærslum og er mögulegt að nota hvar sem þeirra er þörf innan netkerfisins.


Hafa samband við ráðgjafa

Nánari upplýsingar veitir Þórður Jensson eða ráðgjafar Opinna kerfa í síma 570-1000.